Komdu og teiknaðu íslensku skrímslin og hjálpaðu okkur að skreyta barnadeildina fyrir Hrekkjavökuna.
Í aðdragandanum að Hrekkjavökunni bjóðum við krökkum að koma og teikna fyrir okkur skrímslin úr íslensku þjóðsögunum.
Getur þú teiknað hræðilega skrímslahvalinn Rauðhöfða? Eða skelfilegan útburð? Skoffín eða Skuggabaldur?
Endilega kíktu í smiðju hornið og kynntu þér fróðleik um íslensku skrímslin og teiknaðu svo þína útgáfu af skrímslunum.
Þessi viðburður er hluti af verkefninu ,,Blásum lífi í þjóðsögurnar” sem er styrkt af Barnamenningarsjóði.