16. mar 13:00 – 15:00

Við erum vinkonur þrjár

Lindasafn
Fjölskyldutónleikar fyrir allar kynslóðir.

Athugið, þessi viðburður er liðinn.

Þær Gunnur Arndís, Ragnheiður Silja og Rán Ragnarsdóttir munu flytja fjölbreytt úrval vinsælla laga sem öll fjölskyldan getur skemmt sér yfir og jafnvel raulað með. Aðgangur er ókeypis og öll innilega velkomin.

Gunnur Arndís Halldórsdóttir er upprennandi tónlistarkona frá Hólmavík. Gunnur hefur lagt stund á tónlistarnám frá unga aldri en hún kom fyrst fram þriggja ára á Bryggjuhátíð á Drangsnesi og hefur ekki þagnað síðan. Hún lærði á gítar um árabil, kláraði grunnámskeið í Complete Vocal Technique og stundar nú nám á framhaldsstigi í rythmískum söng við Tónlistarskóla FÍH. Gunnur starfar sem tónlistarkona og hefur tekið þátt í fjölbreyttum viðburðum. Hún var gestasöngvari á Ilmur af jólum – jólatónleikaröð Heru Bjarkar, hún var bakrödd og gítarleikari á útgáfutónleikum Heiðu Ólafs og þær héldu einnig saman hlýlega jólatónleika, söng bakraddir á útgáfutónleikum Thin Jim and the Castaways og söng bakraddir fyrir Margréti Eir á nýlegum afmælistónleikum hennar í Bæjarbíó. Hún hefur jafnframt haldið sína eigin jólatónleika og kemur reglulega fram á skemmtunum með gítarleik og söng. Gunnur er meðlimur í þremur hljómsveitum þessa stundina, tveimur dúettum og eyðir öllum sínum stundum syngjandi. Hún stefnir á að klára framhaldspróf í söng vorið 2024.

Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir er fædd og uppalin í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Hún byrjaði að syngja í Barna og unglingakórum Bústaðakirkju 5 ára gömul og lærði einnig á fiðlu við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík þegar hún var yngri. Í menntaskóla söng hún með Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og tók þátt í hinum ýmsu söngvakeppnum á vegum skólans. Seinustu ár hefur hún sungið með Gospelkór Jóns Vídalíns og tekið þátt í hinum ýmsum viðburðum með kórnum, þar má nefna George Michael tribute tónleika og tónleikasýninguna Dívur.

Ragnheiður Silja er útskrifaður sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands og vinnur við það í dag. Hún sinnir einnig sjálfboðaliðastarfi sem skátaforingi fyrir unglinga og ungmenni á Höfuðborgarsvæðinu. Síðustu ár hefur hún lagt stund á söngnám við Rytmískadeild Tónlistarskóla FÍH og hóf nám á framhaldsstigi í haust. Hún stefnir á að ljúka framhaldsprófi vorið 2025 og hefja þá feril sem söngkona og flytjandi við hinar ýmsu athafnir.

Rán Ragnarsdóttir er söngelsk Laugardalsmær. Frá unga aldri hefur hún notið þess að iðka bæði tónlist og leiklist. Hún stundaði píanónám við Tónskóla Sigursveins ásamt því að syngja í barnakórum Langholtskirkju. Þá hefur hún tekið þátt í uppsetningum Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz (2011) og stórsýningunni Mary Poppins (2013) ásamt því að leika Höllu Hrekkjusvín í uppsetningu Þjóðleikhússins á Ævintýri í Latabæ (2014). Í Verzlunarskóla Íslands tók Rán þátt í bæði leikritum og söngleikjum skólans ásamt því að leika í kvikmyndinni Hjartasteinn (2016) í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar. Rán hélt út til Kaupmannahafnar árið 2019 í einnar annar söngnám í Complete Vocal Institute og hóf rytmískt söngnám við tónlistarskóla FÍH árið 2020. Samhliða söngnámi hefur hún klárað BA gráðu í Uppeldis- og menntunarfræði og sér spennandi möguleika í samþættingu greinanna tveggja. Rán stefnir á að ljúka framhaldsprófi frá FÍH vorið 2024 og kanna enn frekar möguleika í heimi leik- og tónlistar.

Deildu þessum viðburði

16
nóv
13:00

Ljósgjafar

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
okt
12
okt
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
09
okt
12
okt
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
12
okt
14
okt
21
okt
14
okt
13:00

Sófaspjall

Aðalsafn
15
okt
15
okt
11:00

Get together

Aðalsafn
16
okt
16
okt
16:00

Hananú!

Aðalsafn
04
nóv
09
nóv
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað