Vísindakakó er viðburður fyrir forvitna krakka sem vilja eiga beint samtal við vísindafólk, heyra hvað það er að rannsaka og hvernig það er að starfa í vísindum.
Gestum gefst tækifæri til að hitta aðila úr vísindasamfélaginu í óformlegu spjalli um þær vísindarannsóknir sem viðkomandi leggur stund á og ekki síst spyrja ótal spurninga um allt það sem við kemur því að starfa við rannsóknir og vísindi.
Vísindafag dagsins er sálfræði og vísindamiðlarinn Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Viðburðarröðin hlaut styrk frá Vísindum og velferð: Styrktarsjóði Sigrúnar og Þorsteins árið 2023 til undirbúnings og framkvæmdar á Vísindakakó en verkefninu stýra Davíð Fjölnir Ármannsson, kynningarstjóri hjá Rannís og Martin Jónas B. Swift, verkefnastjóri STEM greina við Nýmennt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.