Eitt af aðalhlutverkum Náttúrufræðistofu Kópavogs er að stunda rannsóknir, ásamt því að safna náttúrufræðilegum gögnum, skrá þau og varðveita með vísindalegum hætti. Þetta kemur mörgum á óvart, enda er rannsóknarhluti starfseminnar ekki fyrir eins opnum tjöldum og sýningarstarfið.

Rannsóknir Náttúrufræðistofunnar beinast fyrst og fremst að lífríki í ferskvatni og þá aðallega í stöðuvötnum. Rannsóknaverkefnin eru orðin fjölmörg og er ýmist um að ræða verkefni sem stofan stendur ein að eða vinnur í samvinnu við innlenda og erlenda aðila.

Umfang rannsóknaverkefnanna er afar misjafnt, allt frá því að afla einfaldra grunnupplýsinga um ástand lækjar eða tjarnar, yfir í verkefni sem spanna tugi vatna á landsvísu þar sem úrvinnsla tekur mörg ár. Einnig er um að ræða langtíma vöktunarverkefni þar sem beitt er fremur einföldum aðferðum sem þó þurfa að endurspegla grunnþætti í vistkerfi viðkomandi vatns.

Hér að neðan verður fjallað um helstu rannsóknarverkefni sem Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur komið að.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað