Lestrarganga

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Hvað er Leitir?

Á Leiti getur þú fundið allar okkar bækur og safngögn. Þar getur þú skráð þig inn og tekið gögn frá, endurnýjað útlán og skoðað útlánasöguna þína. 

Leitir.is er leitargátt sem heldur utan um efni íslenskra bókasafna ásamt fleiri safnategunda. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar myndefni og margt fleira.

Hvernig tek ég frá?

Til að taka frá bók eða annað safngagn þarf að skrá sig inn á leitir.is. Finna gagnið í leit, smella á það og velja Taka frá undir Get it. Velja Bókasafn Kópavogs, ýmist aðalsafn eða Lindasafn eftir hentugleika, og smella svo á Senda beiðni. 

Hvað er á Rafbókasafninu?

Hellingur af raf- og hljóðbókum ásamt fjöldanum öllum af tímaritum sem þú getur lesið og hlustað á með gildu skírteini á Bókasafni Kópavogs!

Raf- og hljóðbækur lánast eins og á hefðbundnu bóksafni, þ.e. eftir eintakafjölda sem safnið á en tímaritin eru ekki bundin við eintök heldur eru lánuð í streymi.

Er ég með aðgang að Rafbókasafninu?

Ef þú átt gilt skírteini hjá Bókasafni Kópavogs hefur þú aðgang að Rafbókasafninu. 

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað