Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi 😉

Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi 😉

Aþena er tólf ára skilnaðarbarn sem elskar Pál Óskar og á yngri hálfbróður, mömmu og stjúppabba, ömmusystur með glerauga, ömmu sem yfirgaf mömmu hennar og stakk af til Ameríku, bestu vinkonu, og besta vin (sem hún reyndar dálítið skotin í en hann má helst ekki vita það). Mamma Aþenu hefur ekki enn fyrirgefið mömmu sinni fyrir gera sig að munaðarleysingja og ekki heldur fyrir að hafa verið föst á spítala þegar afi Bótólfur dó. Og síðan hefur hún aldrei fengið að vita hver pabbi hennar er. Allt breytist því á örskotsstundu þegar Amma Rósí snýr aftur heim til Íslands og treður sér inn í fjölskyldulífið, fjölskyldumeðlimum til mismikillar skemmtunar.

Margrét Örnólfsdóttir

Margrét Örnólfsdóttir fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1967 en býr nú í Kópavogi. Hún hefur komið víða við, var um tíma hljómborðsleikari Sykurmolanna, sinnti dagskrárgerð á Stöð tvö og hefur skrifað kvikmynda- og sjónvarpsþáttahandrit. Meðal þeirra eru söngvamyndin Regína, Áramótaskaupið 2006, Ófærð 2 og Stelpurnar. Fyrsta skáldsaga hennar leit dagsins ljós árið 2009 og bar titilinn Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi 😉. Ári síðar fylgdi Aþena – hvað er málið með Haítí og verðlaunabókin Með heiminn í vasanum árið 2011. Síðast kom út bókin Aþena – að eilífu, kúmen árið 2012.

Margrét hefur hlotið Fjöruverðlaunin í tvígang, fyrir Aþenu (ekki höfuðborgina í Grikklandi 😉 2010 og Með heiminn í vasanum 2012. Sama ár hlaut hún Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og tilnefningu til Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað