Axlabönd og bláberjasaft

Axlabönd og bláberjasaft

Axlabönd og bláberjasaft segir frá 10 ára drengnum Áka sem saknar vinar síns. Sá heitir Bétveir, er geimvera og kemur frá plánetunni Bláber. Einn daginn, þegar Áki er úti að leika sér í snjónum, flýgur Bétveir til hans í geimskutlunni sinni. Á Bláber snjóar aldrei og því er Bétveir heillaður af hvítri breiðunni sem þekur Ísland að vetri. Honum gefst þó enginn tími til að glápa og fikta því á liggur að leysa stórt vandamál heima fyrir; hinir ýmsu hlutir á Bláber hafa tekið upp á því að hverfa og hvorki Bétveir né systkini hans, Efimm og Kánía, geta rönd við reist. Áki fær því það verkefni að finna sökudólginn með eigin úrræðagæði og vináttu ein að vopni. 

Bókin er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Bétveir – Bétveir sem kom út árið 1986 og geirnegldi Sigrúnu Eldjárn inn í kanónu íslenskra barnabókmennta. Í Bétveir – Bétveir fékk geimveran að kynnast háttum jarðarbúa en í Axlabönd og bláberjasalt er sögunni snúið á hvolf og íslenskur drengur fær að kynnast furðuheimi handangeimsins.

Sigrún Eldjárn

Sigrún Eldjárn er fædd 1954 og lauk námi við grafíkdeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1977. Frá útskrift hefur hún starfað sem myndlistarmaður og rithöfundur. Fyrsta bók Sigrúnar, Allt í plati, kom út 1980 og naut strax mikilla vinsælda. Í henni segir frá hinum dularfullu krókófílum sem búa í holræsum Reykjavíkur. Á eftir hefur fylgt fjöldi sérstæðra bóka og bókasería, eins og bækurnar um Kugg, Málfríði og mömmu hennar. 

Ásamt því að skrifa og myndskreyta eigin bækur hefur Sigrún myndskreytt margar af dáðustu barnabókum íslenskrar bókmenntasögu, svo sem Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur. Sigrún hefur einnig gefið út fjölda barnaljóðabóka í samstarfi við Þórarinn Eldjárn, bróður sinn.

Sigrún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir bækur sínar, þar á meðal Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og skólamálaráðs tvívegis, Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin og Heiðursverðlaun Sagna – verðlaunahátíðar barnanna sem hún hlaut ásamt Þórarni bróður sínum. Árið 2008 hlaut Sigrún riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir barnamenningarframlag sitt.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað