Benjamín dúfa

Benjamín dúfa

Benjamín og vinir hans byrja sumarfríið á að stofna riddararegluna Reglu Rauða drekans. Þeir fá allir virðingartitil riddara – Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa – og einsetja sér að berjast gegn óréttlæti hvar svo sem það birtist. Helstu verkefni þeirra eru að aðstoða Guðlaugu gömlu sem er vinur allra í hverfinu og passa að hrekkjusvínin Helgi svarti og Bergur kúkur geri ekki of mikinn óskunda. Eftir því sem á líður flækjast verkefnin og strákarnir mega taka á honum stóra sínum til þess að halda vináttunni.

Benjamín dúfa var kvikmynduð árið 1995 eftir handriti Friðriks Erlingssonar og hlaut frábæra dóma. Bandarísk endurgerð var frumsýnd 2018. Bæði bókin og myndin hafa verið þýddar á fjölda erlendra tungumála.

Friðrik Erlingsson

Friðrik Erlingsson er fæddur árið 1962 í Reykjavík en hefur varið síðustu áratugum austan fjalls á Hvolsvelli. Hann lærði grafíska hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1983. Ekki tóku þó við störf á sviði hönnunar heldur starfaði hann næstu árin með hljómsveitunum Purrki Pillnikk og Sykurmolunum allt til ársins 1988. Fyrsta skáldsaga hans, Benjamín dúfa, leit dagsins ljós 1992 og hlaut afbragðsgóðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Friðrik hefur einnig látið að sér kveða á sviði kvikmynda og skrifaði sem dæmi handritið að fyrstu íslensku tölvugerðu teiknimyndinni, Litla lirfan ljóta. Meðal annarra bóka Friðriks sem hafa verið kvikmyndaðar eru Góða ferð, Sveinn Ólafsson og Þór í heljargreipum.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað