Blíðfinnur og svörtu teningarnir: Ferðin til Targíu

Blíðfinnur og svörtu teningarnir: Ferðin til Targíu

Í þessari þriðju bók um veruna Blíðfinn segir frá því dekkri hliðum heims hans. Blíðfinnur býr í litlu húsi í skóginum með fallegan garð sem hann nýtur þess að dytta að. Sumarið nálgast og útlit er fyrir góða sprettu, skógarbúar hlakka til sumarblíðunnar en veður skipast skjótt í lofti þegar Hinirnir gera árás. Undir stjórn herforingjans Otta eyða þeir öllu lífi í skóginum áður en þeir halda aftur heim á leið til borgar sinnar Targíu. Blíðfinnur ræður því að leggja í langferð á eftir þeim ásamt dyrglinum félaga sínum til þess að hefna voðaverkanna. Fyrsta bókin úr þessum sagnaflokki, Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1998.

Þorvaldur Þorsteinsson

Þorvaldur Þorsteinsson var fæddur árið 1960 á Akureyri. Eftir útskrift úr námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri 1981 og nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987 hélt hann til Maastricht í Hollandi þar sem hann útskrifaðist frá listaakademíunni Jan van Eyck Akademie 1989. Að námi loknu helgaði hann sig bæði mynd- og ritlist. Hann hélt tugi einkasýninga á ferlinum og kenndi list sína víða um heim en gaf jafnframt út fjölda bóka og samdi leikrit og leikverk fyrir hina ýmsu miðla. Bækur Þorvaldar um Blíðfinn komu út á árunum 1999 til 2004 en meðal annarra bóka hans eru Skilaboðaskjóðan 1986, sem einnig var sett upp í leikgerð í Þjóðleikhúsinu árið 1993, og fullorðinsskáldsagan Við fótskör meistarans (2001).

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað