Elías

Elías

Elías er vandræðasamur unglingur, stútfullur af hormónum og á í vægast samt stormasömu sambandi við móður sína. Sjálf sagðist höfundur alltaf hafa vonast eftir að fá tækifæri til þess að enda síðustu bókina um Elías með því að vörubíll keyrði yfir drenginn. Í þessari fyrstu bók segir frá áformum fjölskyldu hans að flytja til Kanada og tilraunum Möggu móðu, ömmusystur hans, til koma í veg fyrir flutningana.

Elías kom fyrst fram á sjónarsviðið í samnefndum innslögum í Stundinni okkar á 9. áratugnum. Innslögin voru skrifuð í samvinnu Auðar Haralds og Valdísar Óskarsdóttur og áttu að kenna börnum góða siði í gegnum afþreyingarefni. Elías var leikinn af Sigurði Sigurjónssyni, Sigga Sigurjóns. 

Auður Haralds

Auður Haralds fæddist í Reykjavík 1947. Snemmfullorðin stefndi hún á frekara nám en skylda var fyrir en samfélagsleg höft komu í veg fyrir að hún gengi menntaveginn. Hún fór ung út á atvinnumarkaðinn, var komin með fasta vinnu 10 ára og í fulla vinnu strax eftir gagnfræðanám. Hún vann meðal annars við blaðamennsku, sem þýðandi, í verksmiðju og við skrifstofustörf. Fyrsta bók Auðar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, kom út 1979 og vakti strax mikla athygli fyrir feminísk efnistök og opinskáa umræðu um kvennakúgun. Bækurnar tvær sem á eftir fylgdu, Læknamafían – Lítil pen bók eftir Auði Haralds og Hlustið þér á Mozart?, slógu á svipaða strengi, sem og síðari bækur Auðar. Síðasta bók hennar var Hvað er Drottinn að drolla? (2022) sem birtist upprunalega sem framhaldssaga á veftímaritinu strik.is um aldamótin. Auður lést í upphafi árs 2024.

Valdís Óskarsdóttir

Valdís Óskarsdóttir er fædd á Akureyri árið 1949. Hún nam kvikmyndaklippingu við Danska kvikmyndaháskólann og útskrifaðist þaðan 1991 en hafði áður stundað nám í ýmsum þáttum kvikmyndagerðar og ljósmyndunar víða um Svíþjóð. Á meðan náminu í Svíþjóð stóð sendi hún frá sér fimm barnabækur, þeirra fyrsta Fýlupúkana 1976 og loks Elías í samvinnu við Auði Haralds. Valdís hefur einnig þýtt nokkrar bækur, skrifað útvarpsleikritahandrit og starfað sem ljósmyndari en hún er helst þekkt fyrir kvikmyndaklippingar sínar. Þeirra á meðal eru Stella í Orlofi, Sódóma Reykjavík og Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Fyrir þá síðastnefndu hlaut Valdís Bafta-verðlaun árið 2004. Þá skrifaði hún einnig handrit að og leikstýrði kvikmyndinni Sveitarbrúðkaup (2008).

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað