Fíasól í hosiló

Fíasól í hosiló

Fíasól í hosiló (2005) er önnur bókin af sjö um gleðisprengjuna Fíusól, sjö ára stelpu sem kann sko að hafa gaman. Hún býr í Grænalundi í Grasabæ ásamt mömmu og pabba, Pippu systur sem er ellefu ára og Biddu systur sem er unglingur. Á heimilinu búa líka Hansína og Jensína, kjölturakkar sem eru svo latir að þeir nenna varla að borða. Besti vinur Fíusólar er Ingólfur Gaukur sem býr í húsinu ská á móti Fíusól og er níu ára. Fíasól er stútfull af orku og á stundum svolítið erfitt með það að heimurinn haldi ekki í við hana. Til dæmis skammar kennarinn í skólanum hana alltaf þegar hún á að lesa upphátt því hún getur ekki lesið öðruvísi en á maganum. En þá er alltaf gott að geta talað við Glóu frænku sem skilur Fíusól miklu betur en mamma. Bækurnar um Fíusól eru skemmtilega myndskreyttar af Halldóri Baldurssyni.

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Kristín Helga Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1963. Hún hélt út til náms við Barselónaháskóla og Utah-háskóla í Salt Lake City eftir stúdentspróf og útskrifaðist þaðan með B.A. próf í spænsku og fjölmiðlafræði árið 1987. Við tóku fréttamannsstörf á Stöð 2 og Bylgjunni en frá 1998 hefur Kristín að mestu starfað við ritstörf. Bækur Kristínar fjalla margar um ýktan veruleika íslenskra barna, til dæmis Gallsteinar afa Gissa og, en aðrar um ýmis atriði úr samfélagsumræðunni og hafa yfir sér raunsæis blær, til dæmis Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels sem segir frá erfiðum veruleika drengs í stríðshrjáðu Sýrlandi. Af bókum Kristínar hafa bækurnar um Fíusól verið langtum vinsælastar og hlotið Bókaverðlaun barnanna í fjórgang. Fyrstu slík verðlaun Kristínar hlaut hún fyrir Í mánaljósi árið 2002.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

17. júní, opið á 1. hæð
11-17
Þri-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

17. júní
Lokað
Þri-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

17. júní, opið á 1. hæð
11-17
Þri-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

17. júní
Lokað
Þri-fös
13-18
lau-sun
Lokað