Flugan sem stöðvaði stríðið

Flugan sem stöðvaði stríðið

Flugan sem stöðvaði stríðið segir frá þríeykinu Kolkex, Hermann Súkker og Flugunni, ósköp venjulegum húsflugum sem vilja ekkert frekar en að fá að vera venjulegar húsflugur áfram. Það breytist allt þegar mannfólkið á heimili þeirra kaupir sér rafmagnsflugnaspaða. Þá sjá flugurnar sér ekki vært þar lengur og leggja í langreisu til Nepal á munkaslóðir þar sem Kolkex hafði eitt sinn heyrt úr sjónvarpinu að munkarnir “gerðu ekki flugu mein”. Flugurnar ná til Nepal á skömmum tíma en kynnast á leiðinni stríðshrjáðu borginni Assambad þar sem stríðsforinginn ræður ríkjum. Þær ákveða því að snúa aftur til Assambad til þess að binda enda á stríðið.

Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2011 og er mjög vel að þeim komin fyrir aðgengilega framsetningu á svo þungu málefni – stríði – fyrir börn. Í kjölfarið hlaut höfundur veglegan myndskreytingarstyrk úr Bókmenntasjóði en Þórarinn Már Baldursson, sem áður hafði myndskreytt bækurnar um Maxímús Músíkús, sá um myndskreytingar. Bókin hlaut einnig tilnefningu til Fjöruverðlaunanna.

Bryndís Björgvinsdóttir

Bryndís Björgvinsdóttir (f. 1982) er þjóðfræðingur og aðjúnkt við Listaháskóla Íslands en hefur meðfram fræðastörfum sínum skrifað barna- og ungmennabækur. Fyrsta bók hennar, Orðabelgur Ormars ofurmennis, leit reyndar dagsins ljós þegar Bryndís var aðeins 15 ára gömul en hana skrifaði hún ásamt Auði Magndísi Leiknisdóttur vinkonu sinni. Flugan sem stöðvaði stríðið kom út 2011 og hlaut mikið lof bæði gagnrýnenda og lesenda. Aðrar skáldsögur Bryndísar eru Hafnfirðingabrandarinn og Leitin að tilgangi unglingsins, en fyrir þá síðarnefndu hlaut hún bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. Í fræðastörfum sínum hefur hún meðal annars rannsakað huldufólk og grafíska hönnun.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað