Fugl í búri

Fugl í búri

Fugl í búri var fyrsta skáldsaga höfundar og valin til útgáfu úr handritasamkeppni Vöku Helgafells. Hún hlaut í kjölfarið Íslensku barnabókaverðlaunin 1988 og verðlaun Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka. Í bókinni segir frá Elíasi og bekkjarfélögunum í nýja skólanum. Á fyrsta skóladeginum er hann settur á borð við hliðina á Kittu og kemst að því að það er miklu skemmtilegra að tala við hana en að skrifa íslenskustíla og ræða fornbókmenntir. Krakkarnir taka upp á ýmsu saman en stóra markmið þeirra er að skrifa bók, sem þau kalla bókina, um allt það sem þau vilja muna í framtíðinni og leggja sig fram um að skrifa sem mest í hana, sama hvaðan innblásturinn kemur. Reynsluheimi barna eru gerð skýr skil í bókinni og stílbrögð höfundar, sem var einungis 19 ára þegar bókin var skrifuð, skemmtileg og til þess fallin að draga lesendur inn.

Kristín Loftsdóttir

Kristín Loftsdóttir er fædd 1968 og uppalin í Hafnarfirði. Hún gekk í Flensborgarskóla og það var á meðan hún var þar að námi sem hún gaf út sína fyrstu bók, Fugl í búri, árið 1988. Fyrir hana hlaut Kristín Íslensku barnabókaverðlaunin sama ár. 1990 fylgdi skáldsagan Fótatak tímans sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Á síðari árum hefur Kristín gefið út fjölda rita, greina og bóka um rannsóknir á sviði mannfræði en hún gegnir stöðu prófessors í mannfræði við Háskóla Íslands. Þær rannsóknir hafa einkum snúið að kynþáttahyggju, kynjatvíhyggju og samskiptum Evrópu og fyrrum nýlendna.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað