Galdur steinsins

Galdur steinsins

Tvær stúlkur í ólíkum tímum tengjast í gegnum töfrastein. Önnur þeirra, Gunnhildur, býr í nútímanum en hin, Hildur, kynngimögnuðum miðaldaheimi. Gunnhildur glímir við asþma og er orðin einmana vegna þess að hún á erfitt með að leika sér með jafnöldrum sínum. Móðir hennar ofverndar hana og eldri systir hennar, Ásrún, vill lítið með hana hafa. Í gegnum töfrasteininn sinn sér Gunnhildur yfir í undraheiminn þar sem Hildur lifir ásamt Ásu systur sinni í eins konar ævintýri þar sem takast þarf á við illrömm öfl og frelsa kóngsson úr ánauð. Undraheimurinn verður Gunnhildi skálkaskjól en hún áttar sig líka á því að hún þarf að takast á við vandamál sín.

Heiður Baldursdóttir

Heiður Baldursdóttir (f. 1958) lét eftir sig sex bækur á stuttri ævi, en hún lifði einungis til 34 ára aldurs. Auk þess sinnti hún ritstörfum einungis að hlutastarfi meðfram kennslustörfum. Kennslan var henni enda eðlislæg þar sem foreldri hennar voru bæði kennarar. Heiður helgaði sig sérkennslu, verkalýðs- og félagsmálum allt þar til hún lést eftir skamma baráttu við erfið veikindi. Hún var þá við framhaldsnám í sérkennslufræðum í New Jersey í Bandaríkjunum.

Fyrsta bók Heiðar, Álagadalurinn, kom út 1989 en fyrir hana hlaut Heiður Íslensku barnabókaverðlaunin. Þegar hún lést 1993 voru tvær bækur hennar enn óútgefnar, annars vegar Galdur steinsins og hins vegar Sögurnar um Evu Klöru. Galdur steinsins var gefin út þáþegar í árslok en Sögurnar um Evu Klöru máttu bíða áratug til 2002 þar til hún var útgefin.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað