Grasaskeggur: saga fyrir börn og unglinga

Grasaskeggur (1985) er algerlega sjálfstæð saga og ein allra besta bók Indriða. Hún segir frá einstæðri móður úr Reykjavík og börnunum hennar Þuru og Valla, sem sumarlangt sjá um sæluhús við fjölfarinn fjallveg. Þar kynnast þau útilegumanninum Grasaskeggi og lenda í alls konar ævintýrum og hættum sem íslensk öræfi bjóða upp á. Þetta er mjög raunhæf og bráðskemmtileg bók fyrir þann tíma sem hún er skrifuð á.

Indriði Úlfsson

Indriði Úlfsson var fæddur 1932 á Héðinshöfða á Tjörnesi. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraháskólanum 1953 og tók þá til starfa sem skólastjóri á heimahögum í Tjörneshreppi og Reykjahverfi nyrðra. Síðar kenndi hann við Barnaskóla Húsavíkur og Barnaskóla Akureyrar allt þar til hann tók við stöðu skólastjóra Oddeyrarskóla á Akureyri 1965. Þar átti hann eftir að starfa þangað til hann fór á eftirlaun 1995. Meðfram kennslustörfum var Indriði einnig sýningarmaður í Borgarbíói á Akureyri. Indriði lést í febrúar 1023.

Fyrsta bók Indriða var Sólhvörf (1967) en hann var jafnframt ötult leikritaskáld. Fyrst leikrita hans var Súlutröllið sem sett var upp af Leikfélagi Akureyrar 1968. Eftir Indriða liggja á þriðja tug barnabók, fjöldi smásagna og leikrita. Árið 1984 fékk Indriði Barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir Óla og Geira

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað