Krókódílar gráta ekki

Krókódílar gráta ekki

Krókódílar gráta ekki (1995) er framhald barnabókarinnar Davíð og krókódílarnir (1991). Í fyrri bókinni kynnast lesendur drengnum Davíð sem ólst upp hjá fósturforeldrum sínum og upplifði einelti og útilokun í skóla. Eftir að hafa leiðst á glapstigu eiturlyfja og innbrota með genginu Krókódílunum er Davíð nú fluttur norður í land. Þar býr hann með blóðföður sínum sem hann þekkir varla og hefur ekki enn snúið við blaðinu heldur innbrotunum áfram. Þegar Gústi, vinur Davíðs, er barinn til blóðs og endar á sjúkrahúsi hótar landasalinn Kobbi honum öllu illu og Davíð áttar sig á því að hann þarf að taka hlutina í sínar hendur. Inn í atburðarásina blandast Selma, kærasta Davíðs, og foreldrar hennar sem líst ekkert á nýja tengdasoninn. 

Elías Snæland Jónsson

Elías Snæland Jónsson fæddist 1943 á Skarði í Bjarnarfirði á Ströndum. Fjölskyldan flutti síðar til Njarðvíkur en Elías lauk svo prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1962. Þaðan lá leiðin til Noregs þar sem hann lærði og starfaði við blaðamennsku. Þegar heim var komið sinnti Elías ýmsum störfum innan blaðageirans, var blaðamaður, ritstjórnarfulltrúi og ritstjóri hinna ýmsu blaða. Hann var einnig formaður Blaðamannafélags Íslands 1972-1973. Tvær sagnfræðibækur standa eftir hann, önnur um Möðruvallahreyfinguna og hin um dagblaðið Dag, en Elías var hvað iðnastur á sviði barnabóka- og leikritaskrifa. Fyrir Brak og bresti hlaut hann Íslensku barnabókaverðlaunin 1993 en verk hans hafa verið sett upp og gefin út í þýðingum víða um heim. Síðustu æviárin bjó Elías í Kópavogi.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað