Með bómull í skónum

Með bómull í skónum

Með bómull í skónum (1994) er sjálfstætt framhald bókarinnar Skuggarnir í fjallinu eftir sama höfund sem kom út 1990. Í bókunum segir af vinum á barnsaldri í litlu þorpi úti á landi upp úr lokum seinni heimsstyrjaldar. Höfundur dregur upp lifandi mynd af samfélagi og tíðaranda eftirstríðsáranna frá sjónarhóli barna og segir frá æskubrekum þeirra. Í þessum horfna heimi finna vinkonurnar Una og Sara og tvíburabræðurnir Binni og Þórir sér ýmislegt að bralla saman, takast á við hrekkjusvín og tína ber en þegar snjóflóð skellur á bænum tekur alvaran við. Bækurnar tvær eru lauslega byggðar á æskuminningum höfundar frá Seyðisfirði.

Iðunn Steinsdóttir

Iðunn Steinsdóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1991 fyrir Gegnum þyrnigerðið og Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1988 fyrir Olli og Pési. Hún fæddist á Seyðisfirði 1940, lærði til stúdents á Akureyri og lauk kennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands 1981. Fyrsta bók hennar kom út ári seinna og hét Knáir krakkar. Síðan þá hefur Iðunn vart látið af skrifunum og skrifað á fimmta tug barnabóka. Margar þeirra eru um ævintýri systranna Snuðru og Tuðru en þær hafa notið einstaklega mikilla vinsælda. Af öðrum ritverkum Iðunnar má nefna sögur í barnatíma fjölmiðla, námsbækur handa grunnskólanemendum og hina ýmsu söngtexta.

Iðunn hefur einnig samið nokkur leikrit í samstarfi við systur sína, Kristínu Steinsdóttur rithöfund, og hlotið verðlaun fyrir.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

17. júní, opið á 1. hæð
11-17
Þri-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

17. júní
Lokað
Þri-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

17. júní, opið á 1. hæð
11-17
Þri-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

17. júní
Lokað
Þri-fös
13-18
lau-sun
Lokað