Nonni

Nonni (1913) er fyrsta bókin af tólf í hálfsögulegum æviminningum séra Jóns Sveinssonar. Í bókunum segir frá ýmsum ævintýrum sem Nonni lenti í með yngri bróður sínum Ármanni, sem jafnan var kallaður Manni. Í fyrstu bókinni segir frá Nonna sem er 12 ára og býr á Akureyri. Honum býðst námsdvöl í Frakklandi og heldur siglandi til Kaupmannahafnar. Ferðin er erfið, hafís tefur þá, ofviðri geysar og skipshöfnin berst við ísbirni. Til Kaupmannhafnar komast þeir þó að lokum.

Nonni var fyrst rituð á þýsku og kom út á fjölmörgum öðrum málum áður en hún kom út á íslensku í þýðingu Freysteins Gunnarssonar árið 1922

Jón Sveinsson

Jón Sveinsson, jafnan kallaður Nonni, fæddist 1857 á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar varði hann fyrstu æviárunum en faðir, skrifari amtmannsins Péturs Hafstein sem sat á Möðruvöllum, lést 1869. Þá kreppti mjög að ekkjunni móður hans og Friðrik, bróðir hans var sendur í fóstur, en franskur aðalsmaður bauðst til þess að kosta Nonna til náms í Frakklandi. Þangað hélt Nonni með ársviðkomu í Danmörku og átti ekki eftir að snúa aftur heim til Íslands nema sem gestur. Í Danmörku tók hann kaþólska trú og í Frakklandi gekk hann í jesúítaregluna. Hann vígðist svo til prests í Englandi áður en hann hélt í eins og hálfs árs ferð til Japan og settist að í Hollandi, með viðkomum í Þýskalandi og Austurríki. Nonni lést í loftvarnarbyrgi í Köln í árslok 1944.

Nonni varð heimsþekktur fyrir sjálfsævisögulegar bækur sínar, alls þrettán talsins, sem sögðu sögur æskuáranna fyrir andlát móður hans. Bækurnar voru skrifaðar á þýsku en þýddar á fjölda tungumála og seldust í milljónum eintaka. Fyrir ritstörf sín var Nonni gerður að heiðursborgara Akureyrar í heimsókn hans til landsins í tilefni af Alþingishátíðarinnar 1930.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað