Núll núll 9

Núll núll 9 segir frá nokkrum mánuðum í lífi Jóels, 16 ára stráks á Akureyri. Bókin er samtímasaga, kom út 2009 og gerist á eftirhrunstímum, en fyrir 16 ára strák eru aðalatriðin einföld: Líf hans snýst um fótbolta, vinina og stelpur. Tvær stelpur, Álfhildur og Tinna, eiga huga hans og hjarta en dag einn, þar sem Jóel situr á Bláu könnunni og lætur sig dagdreyma, birtist Ania. Ania er 19 ára fegurðardrottning og heillar Jóel upp úr skónum en lætur sig hverfa jafn harðan og hún birtist en skilur eftir fartölvu sem hefur að geyma mikilvægar upplýsingar um framtíð Íslands. Jóel og vinir hans þurfa þá að taka höndum saman til að mæta óþekktum óvinum. Inn í atburðarásina blandast svo dularfullir Rússar, Eva Joly og afskorinn putti.

Núll núll 9 er framhald Svalasta 7an og Undir 4 augu eftir sama höfund.

Þorgrímur Þráinsson

Þorgrímur Þráinsson er Reykvíkingur og stúdent frá MR, fæddur 1959. Áður en hann tók upp ritstörf var hann afreksmaður í knattspyrnu, fyrst með Víkingi frá Ólafsvík en 1979–1990 með Val. Á knattspyrnuferli sínum varð Þorgrímur tvöfaldur bikarmeistari og þrefaldur Íslandsmeistari með Val en hreppti einnig bikarmeistaratitil í spjótkasti með FH 1988. Þá tók hann sér stutt hlé frá leiknum veturinn 1983–84 og lagði stund á frönskunám við Sorbonne-háskóla í París. 

Þorgrímur hefur á ritferli sínum einkum skrifað bækur fyrir börn og ungmenni en þó gefið út nokkrar skáldsögur ætlaðar fullorðnum, þeirra fyrsta Allt hold er hey 2004, og fræðibækur, svo sem ævisögu Jóns Vídalín. Fyrsta barnabók hans, Með fiðring í tánum, kom út 1989 og varð umsvifalaust metsölubók. Síðan þá hefur hann gefið út á fimmta tug verka og hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin tvisvar sinnum, 1997 fyrir Margt býr í myrkrinu og 2010 fyrir Ertu Guð, afi?

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað