Sjáumst aftur…

  1. Sjáumst aftur…

Sjáumst aftur… er fyrsta bókin af þremur um stúlkuna Kötlu sem flytur á þrettánda ári til Vestmannaeyja ásamt foreldrum sínum. Á leiðinni til Eyja berast fjölskyldunni þær fréttir að nýja húsið þeirra hafi brunnið til kaldra kola og því neyðist fjölskyldan til að flytja í gamalt timburhús. Á nóttunni gnauðar í húsinu og krakkarnir í skólanum taka á móti Kötlu með háðsglósum og níði. Nóttina eftir fyrsta skóladaginn heimsækir stúlka nokkur Kötlu í draumi og í kjölfarið fara undarlegir hlutir að gerast. Dularfullir tréklossar í gamalli kommóðu veita Kötlu aðgang að horfnum heimi fortíðarinnar en stúlkan úr draumnum heldur áfram að ásækja hana. Gæti verið reimt í húsinu?

Gunnhildur Hrólfsdóttir

Vestmanneyingurinn Gunnhildur Hrólfsdóttir (f. 1947) hefur komið víða við. Eftir að hafa misst hús sitt í Heimaeyjargosinu 1973 fluttist hún til Reykjavíkur og tók fljótlega til við að skrifa barnabækur meðfram hinum ýmsu störfum. Fyrsta bók hennar var Undir regnboganum, lestrarbók fyrir grunnskóla sem vann fyrstu verðlaun í samkeppni Ríkisútgáfu námsbóka á ári barnsins 1979 og kom út ári síðar. Ástarsagan Vil, vil ekki fylgdi 1986 og ríflega tugur bóka í framhaldi næsta hálfa annan áratuginn. Fyrir barnabókina Sjáumst aftur… hlaut Gunnhildur Hrólfsdóttir síðan Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2001. Meðfram skáldsagnaskrifum hefur hún stundað greinarskrif og ritstjórn, dagskrárgerð og verð virk í félagsstarfi.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

Annar í hvítasunnu
Lokað
Þri-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

Annar í hvítasunnu
Lokað
Þri-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

Annar í hvítasunnu
Lokað
Þri-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

Annar í hvítasunnu
Lokað
Þri-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner