Sossa sólskinsbarn
Sossa er sex ára gömul, áttunda barn foreldra sinna í stórum systkinahópi en mjög ólík systkinum sínum. Hún er uppátækjasöm, með gríðarfrjótt ímyndunarafl og rautt, úfið hár sem engin leið er að hemja. Í siðuðu og formföstu samfélaginu sem Sossa elst upp í, einangruðu bændasamfélagi Vestfjarða á fyrsta áratug 20. aldar, á hún því auðvelt með að koma sér í vandræði. Systkinum Sossu leiðist uppátækjasemin í henni en foreldrar hennar reyna að leiða hana sem mest hjá sér. Það tekst þó ekki alltaf og vandræði banka gjarnan upp á þegar gesti ber að garði. Sossa leggur sig einnig oft fram um að ögra samfélagsskipaninni og hlýtur miðurgóðar þakkir fyrir. Sögurnar um Sossu eru lauslega byggðar á æskuminningum og heimaslóðum höfundar sem ólst upp á einangruðum bæ á Vestfjörðum á fyrri hluta 20. aldar.
Magnea frá Kleifum
Magnea Magnúsdóttir var fædd á Kleifum í Kaldbaksvík í Kaldrananeshreppi 1930 en flutti fljótt inn á Akureyri og bar þar beinin. Hún var þó jafnan kennd við heimajörð sína, Kleifar. Magnea hlaut afskaplega takmarkaða bóklega menntun – átta mánuði í barnaskóla, einn vetur í unglingaskóla og annan í húsmæðraskóla – en var þó afskaplega afkastamikill rithöfundur og skrifaði fyrir bæði fullorðna og börn. Fyrsta bók hennar var Karlsen stýrimaður (1962) en frá 1966, með útgáfu Hönnu Maríu, sneri Magnea sér alfarið að barnabókum. Flestar þeirra voru um Hönnu Maríu, krakkana í Krummavík, Tóbías og vini hans eða Sossu. Síðasta bók Magneu var Hanna María öskureið sem kom út 2010. Því liðu 44 ár á milli fyrstu og síðustu bókanna um Hönnu Maríu! Magnea hlaut Barnabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur tvívegis (1992, 1996) og sömuleiðis tvær tilnefningar til H.C. Andersen barnabókaverðlaunanna.
Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.
Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.
Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.
Hamraborg 6a
200 Kópavogur
Skráðu þig á fréttabréf Bókasafns Kópavogs:
HAFÐU SAMBAND OG FYLGSTU MEÐ
OPNUNARTÍMI BÓKASAFNS KÓPAVOGS
mán til fös
kl. 8-18
laugardaga
kl. 11-17
mán til fös
kl. 13-18
laugardaga
kl. 11-15*
*lokað á laugardögum í júní, júlí og ágúst
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 8-18
Opið laugardaga
kl. 11-17
Opið mánudaga – föstudaga
kl. 13-18
Opið laugardaga
kl. 11-15
Skráðu þig hér á fréttabréf Bókasafns Kópavogs: