Steinskrípin: hryllingsævintýri

Steinskrípin: hryllingsævintýri

Steinskrípin er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Steindýrin eftir sama höfund og segir frá Bergi sem vaknar einn daginn og allt er hljótt. Þegar Bergur fer út að rannsaka kemst hann að því að allt er orðið að steini. Jörðin steinrunnin, húsin eru steinrunnin og amma og afi Bergs eru steinrunnin. En hvergi sést fugl á himni, dýr á jörðu eða fiskur í vatni, vatni sem er reyndar líka orðið að steini. Þegar Bergur verður skyndilega fyrir árás skelfilegs skrýmslis alsettu örmum, með tvær krabbalegar klær, þrjá munna og fimm augu á stilkum bjargar honum ung stúlka að nafninu Hlín sem reynist vita hvað sé eiginlega á seiði. Af hverju er allt orðið að steini? Og hvað varð af öllum dýrunum? Í Steinskrípunum er nútímalegur frásagnarstíll tvinnaður saman við íslenskar þjóðsögur og siðferðislegar vangaveltur um náttúruna svo úr verður stórfín, martraðarkennd atburðarás.

Gunnar Theódór Eggertsson

Gunnar Theódór Eggertsson (f. 1982), doktor í bókmenntafræði og kvikmyndafræðispekingur, hefur notið mikilla vinsælda fyrir bæði barna- og fullorðinsbækur sínar. Fyrsta barnabók Gunnars var Steindýrin sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008 og sjálfstæða framhaldið Steinskrípin fylgdi árið 2012. Bækurnar eru sprottnar í samvinnu við börn á frístundaheimilinu Hlíðaskjóli í Hlíðardalsskóla þar sem Gunnar vann meðfram námi. Þær spruttu upp úr ýmsum sögum sem Gunnar sagði börnunum en þau tóku síðan einnig þátt í að ritstýra og fínpússa verkin fyrir útgáfu. 

Á eftir Steindýrunum og Steinskrípunum fylgdi margverðlaunaði þríleikurinn um Drauga-Dísu og fullorðinsbókin Sláturtíð þar sem Gunnar veltir aftur fyrir sér siðfræðilegu sambandi manns og náttúru. Þetta sama samband og kenningar dýrasiðfræðinnar voru einnig efni doktorsritgerðar Gunnars.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað