Stelpurokk

Stelpurokk

Sunna Halldórsdóttir er 16 ára Keflvíkingur, uppalin í bítlabænum á 7. áratugnum og með rokkið í blóðinu. Hún á sér þann draum heitastan að verða rokksöngkona eins og Shady Owens í Hljómum og ákveður því að stofna fyrstu stelpnahljómsveit landsins. Fyrst þarf hún þó að læra á gítar og finna stelpur sem kunna eitthvað í tónlist. Þessi áform hennar stangast á við vonir mömmu Sunnu um að hún fari í Húsmæðraskólann og stofni heimili sem allra fyrst en Sunnu innan handar er Patti frændi að vestan sem er glúrinn á gítarinn og með réttu samböndin

Í Stelpurokk er dregin upp lifandi mynd af lífinu í Keflavík á 7. áratugnum. Áhrifum nálægðarinnar við herstöðina, mikilvægi sjávarútvegsins fyrir plássið og „allir þekkja alla“-samfélaginu eru gerð góð skil en ungmennum leyft að taka stjórnina og leiða söguna.

Bryndís Jóna Magnúsdóttir

Bryndís Jóna Magnúsdóttir er fæddur og uppalinn Keflvíkingur, fædd 1981. Eftir útskrift úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja bjó hún á Englandi, í Noregi og Svíþjóð en þar lauk hún við fyrstu bók sína, Er ég bara flatbrjósta nunna? (2005) sem segir frá ástarmálum og vandræðum táningsins Júlíu. Sömuleiðis lauk hún kennaranámi við Kennaraháskóla Íslands og hefur starfað við kennslustörf síðan, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Á eftir Er ég bara flatbrjósta nunna? fylgdu þrjár bækur um Júlíu, vini hennar og samskipti við strákana Snorra og Danna en síðasta bók Bryndísar kom út árið 2010 og ber nafnið Stelpurokk. Bryndís býr nú og starfar í Reykjanesbæ.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað