Vítahringur: Helgusona saga

Vítahringur: Helgusona saga

Vítahringur: Helgusona saga er skáldsaga byggð á Harðar sögu og Hólmverja. Í henni er söguefnið nálgast út frá sjónarhóli barna og unglinga en aðalsögupersóna bókarinnar er Grímkell Harðarson, sonur höfðingjans Harðar Grímssonar sem sagt er frá í Harðar sögu. Einnig er raunasaga ambáttarinnar Afreku frá Suðureyjum rakin. Vinátta tekst með þeim Grímkatli en erfiðleikar steðja sífellt að vegna erja Harðar við móðurbróður sinn. Eftir að Hörður er dæmdur skógarmaður hrekst fjölskyldan til Hvalfjarðar þar sem Hörður og menn hans setjast að í Geirshólmi. Þaðan fara þeir ránsferðir sér til matar en hættan á árás á hólmann er alltaf yfirvofandi. Lífið fyrir ungu bræðurna Grímkel og Björn er því hart en þeir hafa ávallt Helgu, móður sína, sér til halds og trausts.

Bókin er prýdd myndum Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur.

 

Kristín Steinsdóttir

Kristín Steinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 1946, lærði til stúdents á Akureyri og lauk kennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands 1968. Næsta áratuginn dvaldi Kristín víða um Norður-Evrópu við nám og störf. Eftir heimkomu 1979 settist hún að á Akranesi og kenndi þar á grunn- og framhaldsskólastigi til 1988, þegar hún sneri sér að ritstörfum. Síðar flutti hún til Reykjavíkur og býr þar enn. Fyrsta bók hennar, Franskbrauð með sultu, hafði komið út ári áður við frábærar viðtökur, hlaut meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin, og viðtökurnar við síðari bókum hennar voru ekki síðri. Til dæmis hlaut Engill í vesturbænum Norrænu barnabókaverðlaunin og fjölda annarra. Kristín var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta.

Kristín hefur einnig samið nokkur leikrit í samstarfi við systur sína, Iðunni Steinsdóttur rithöfund, og hlotið verðlaun fyrir.

Lestraganga í Kópavogi er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs og Barnabókaseturs Íslands.

Í göngunni má finna textabrot úr þeim íslensku barnabókum sem þjóðinni eru hvað kærastar og með því að færa textabrotin út í náttúruna sameinar gangan útivist, samverustundir fjölskyldunnar og lestrarhvatningu. Sumar bækurnar munu foreldrar/forráðamenn kannast við frá því í bernsku, aðrar eru nýlegar og þekktar meðal barnanna.

Tilvalið er skrifa hjá sér þær bækur sem kveikja áhuga eða hafa verið lesnar og athuga svo hvar hægt er að nálgast þær, á bókasafninu, í bókabúð eða í bókahillu hjá ættingja eða vini.

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað