Eitt af aðalhlutverkum Náttúrufræðistofu Kópavogs er að stunda rannsóknir, ásamt því að safna náttúrufræðilegum gögnum, skrá þau og varðveita með vísindalegum hætti. Þetta kemur mörgum á óvart, enda er rannsóknarhluti starfseminnar ekki fyrir eins opnum tjöldum og sýningarstarfið.

Rannsóknir Náttúrufræðistofunnar beinast fyrst og fremst að lífríki í ferskvatni og þá aðallega í stöðuvötnum. Rannsóknaverkefnin eru orðin fjölmörg og er ýmist um að ræða verkefni sem stofan stendur ein að eða vinnur í samvinnu við innlenda og erlenda aðila.

Umfang rannsóknaverkefnanna er afar misjafnt, allt frá því að afla einfaldra grunnupplýsinga um ástand lækjar eða tjarnar, yfir í verkefni sem spanna tugi vatna á landsvísu þar sem úrvinnsla tekur mörg ár. Einnig er um að ræða langtíma vöktunarverkefni þar sem beitt er fremur einföldum aðferðum sem þó þurfa að endurspegla grunnþætti í vistkerfi viðkomandi vatns.

Hér að neðan verður fjallað um helstu rannsóknarverkefni sem Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur komið að.

Hvað er á Rafbókasafninu?

Hellingur af raf- og hljóðbókum ásamt fjöldanum öllum af tímaritum sem þú getur lesið og hlustað á með gildu skírteini á Bókasafni Kópavogs!

Raf- og hljóðbækur lánast eins og á hefðbundnu bóksafni, þ.e. eftir eintakafjölda sem safnið á en tímaritin eru ekki bundin við eintök heldur eru lánuð í streymi.

Hvernig fæ ég lykilorð?

Það er gert með því að skrá sig inn á leitir.is því Leitir og Rafbókasafnið nota sama lykilorð. Athugaðu þó að notandinn þinn á Leiti er kennitalan þín en notandinn á Rafbókasafninu er númerið á bókasafnsskírteininu þínu (GExxxxxxxx). Til að fá nýtt eða endurstilla lykilorð smellið á hnappinn hér:

Er ég með aðgang að Rafbókasafninu?

Ef þú átt gilt skírteini hjá Bókasafni Kópavogs hefur þú aðgang að Rafbókasafninu. 

Hvernig á að skila bók?

Bók í láni frá Rafbókasafninu skilast sjálfkrafa að 21 degi liðnum. Hægt er að skila fyrr ef lánþegi vill.

Hvernig les ég eða hlusta?

Best er að nota appið Libby frá Overdrive en annars er hægt að lesa af síðunni sjálfri. 

Hvað er Leitir?

Á Leiti getur þú fundið allar okkar bækur og safngögn. Þar getur þú skráð þig inn og tekið gögn frá, endurnýjað útlán og skoðað útlánasöguna þína. 

Leitir.is er leitargátt sem heldur utan um efni íslenskra bókasafna ásamt fleiri safnategunda. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar myndefni og margt fleira.

Endurstilla lykilorð?

Það er hægt að skrá sig inn á leitir.is með kennitölu og lykilorði eða með rafrænum skilríkjum. Til að fá nýtt eða endurstilla lykilorð smellið á hnappinn hér:

Hvernig tek ég frá?

Til að taka frá bók eða annað safngagn þarf að skrá sig inn á leitir.is. Finna gagnið í leit, smella á það og velja Taka frá undir Get it. Velja Bókasafn Kópavogs, ýmist aðalsafn eða Lindasafn eftir hentugleika, og smella svo á Senda beiðni. 

Hvernig endurnýja ég?

Til að endurnýja bækur þarf að skrá sig inn á leitir.is, velja Útlán í fellilista undir nafninu þínu og endurnýjar þar öll útlán í einu eða velja hvaða útlán á að endurnýja.  

Hvað er millisafnalán?

Millisafnalán á höfuðborgarsvæðinu felst í því að fá bækur, sem eru ófánlegar á því svæði, frá landsbyggðinni. 

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað