Fræðslustarf

Almenn fræðsla og leiðsögn

Fræðsla til handa almenningi og skólaæsku er eitt af aðalhlutverkum Náttúrufræðistofu Kópavogs og er skýrt kveðið á um það hlutverk í stofnskrá stofunnar. Fræðsluhlutverkinu er fyrst og fremst sinnt með sýningarhaldi á náttúrugripum í eigu stofunnar auk gripa sem fengnir hafa verið að láni. Grunnsýning safnsins er í allföstum skorðum en til viðbótar eru af og til settar upp litlar sérsýningar þar sem áhersla er lögð á afmörkuð viðfangsefni.

Auk hefðbundins sýningarhalds hefur verið boðið upp á sérstaka kynningarfundi og viðburði fyrir almenning þar sem afmörkuð viðfangsefni eru tekin fyrir. Þessir viðburðir hafa gjarna verið í samvinnu við aðrar menningarstofnanir á svæðinu s.s. Bókasafn Kópavogs og Gerðarsafn

Þess utan svarar starfsfólk, eftir bestu getu, tilfallandi fyrirspurnum varðandi hvaðeina sem fyrir augu ber af náttúrufræðilegum toga.

Leiðsögn: Starfsfólk stofunnar sinnir leiðsögn um safnið sé þess óskað og reynir af fremsta megni að aðlaga leiðsögn að aldri, áhugasviði og tungumáli gesta, enda sækir töluverður fjöldi erlendra ferðamanna safnið heim. Leiðsögn er hluti af  þjónustu sa

Móttaka skólahópa

Stærstur hluti safngesta Náttúrufræðistofunnar er skólafólk af öllum skólastigum og þótt kópavogsbúar séu þar í meirihluta sækja hingað skólahópar af öllu höfuðborgarsvæðinu auk hópa utan af landi. Einnig hefur verið nokkuð um að erlendir skólahópar hafa komið í heimsókn. 

Leiðsögn er alla jafna í boði fyrir skólahópa sé þess óskað og er oftast hægt að sníða hana að óskum hópsins s.s. ef um er að ræða sérstaka áherslu á ákveð umhverfi eða dýrahóp.

Ef ætlunin er að koma með skólahóp í heimsókn borgar sig að hafa samband með dálitlum fyrirvara, sérstaklega ef óskað er eftir leiðsögn. 

Sumarnámskeið

Náttúrufræðistofan hefur um langt árabil boðið upp á sumarnámskeið í júní fyrir 10-12 ára krakka. Námskeiðið gengur út á að kynna krökkunum vísindaleg vinnubrögð með því að fara út í náttúruna og afla þar efniviðar sem svo er unnið úr á rannsóknastofu.

Verkefnin eru margvísleg en miða að því að nemendur læri að þekkja helstu dýr og plöntur sem vænta má að finnist í nærumhverfinu. Farið er út alla daga hvernig sem viðrar og reynt að komast í sem fjölbreyttast umhverfi.

Leiðbeinendur eru starfsmenn Náttúrufræðistofunnar og meðan á námskeiðinu stendur er rannsóknaraðstaða stofunnar tekin undir þau verkefni sem námskeiðinu tengjast.

Námskeiðin eru smá í sniðum en hámarksfjöldi þátttakenda er 12. Skráning fer fram á vef Kópavogsbæjar.

Ratleikur fyrir fjölskylduna

Komdu í ratleik og gerðu bullljóð á bókasafninu, finndu fisk með tennur á Náttúrufræðistofu, skoðaðu listaverk liggjandi á gólfinu á Gerðarsafni, mældu vegalengdina frá Salnum að bókasafninu og skoðaðu form á Kópavogskirkju.

Ratleikurinn er ókeypis og prentuð eintök liggja framm á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Salnum og Gerðarsafni. Leikurinn er ætlaður allri fjölskyldunni og er einnig til á ensku og pólsku.

Hægt er að fara aftur og aftur í ratleikinn, ekkert eitt svar er rétt.

Fyrir kennara

Kennarar á öllum skólastigum eru eindregið hvattir til að notfæra sér þá möguleika sem felast í góðu náttúrugripasafni við kennslu í náttúrufræðum. Heimsókn á safn, þar sem skoða má náttúrugripi í nágvígi og þannig átta sig á hvað aðgreinir mismunandi tegundir, eykur almennan skilning og auðveldar ferðir út í náttúruna þar sem hún er skoðuð í samhengi.

Náttúrugripasafn Náttúrufræðistofunnar er opið skólahópum sem og öðrum hópum eftir samkomulagi. Ráðlegt er að bóka tíma með fyrirvara þannig að ekki séu margir hópar samtímis á safninu. Starfsmenn safnsins veita leiðsögn um safnið sé þess óskað en einnig eru upplýsingaskilti við hvern safngrip sem hægt er að styðjast við. Hentug hópstærð fyrir leiðsögn er 15 – 20 manns. Möguleiki er á því að skipta stórum hópum upp í smærri einingar.

Hægt er að hugsa sér margs konar verkefni fyrir nemendur. Sem dæmi um einfalt verkefni má nefna það að velja sér grip til að teikna. Það dregur athygli að útliti náttúrugripsins og ýtir undir að útlitsmunur milli gripa sé gaumgæfður. Fyrir eldri nemendur má útbúa spurningar er lúta að líffræði, búsvæðum, tegundafjölbreytileika o.fl. Einnig getur starfsfólk stofunnar útbúið umfjöllun um ákveðin efni ef samráð er haft með nægum fyrirvara. Þannig hafa verið útbúnar myndasýningar (power point) sem fjalla um afmörkuð efni s.s. farfugla, seli, hvali, skordýr og líf í ferskvatni.

Oftast hefur þetta miðast við yngri nemendur og leikskólabörn, en einnig er hægt að gera þetta fyrir eldri nemendur ef óskað er. Eldri nemendur geta unnið sjálfstætt að verkefnum og hægt er að staðfesta komur þeirra með stimpli á verkefnablöð. Til viðbótar er einnig hægt að nálgast ýmsan fróðleik á Bókasafn Kópavogs auk þess að sækja þangað í heimildaleit.

Í náttúrugripasafninu er jarðfræði Íslands gerð nokkur skil í máli og myndum. Sýnishorn er að finna af helstu berggerðum og steindum sem finnast á Íslandi. Fjallað er um flekakenninguna og jarðskjálfta, gosbelti og virk eldstöðvakerfi, mismunandi berggerðir og holufyllingar, molaberg og myndun steingervinga. Finna má sýnishorn af nútíma hrauni, móbergi, líparíti, blágrýti (stuðlaberg) og grágrýti ásamt töluverðu safni holufyllinga.

Á sviði líffræði eru til eintök af flestum tegundum lindýra sem finnast við Ísland og nokkurt safn af fuglum er til, einkum endur, máfar og ránfuglar. Þá eru skrápdýr og krabbar einnig til sýnis. Í þremur búrum má finna lifandi verur úr tjörnum og vötnum, og eitt sjóbúr hefur að geyma eitthvað af þeim algengustu fjörudýrum sem finnast í íslenskum fjörum.

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
30. maí
8-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað