Útlánareglur

Lánþegaskírteini

  • Sýna þarf persónuskilríki við móttöku lánþegaskírteinis á Bókasafni Kópavogs.
  • Lánþegaskírteini eru afhent án endurgjalds en greiða þarf árgjald. Árgjald er samkvæmt gjaldskrá.
  • Lánþegaskírteini fengið á Bókasafni Kópavogs gefur lánþega einnig aðgang að Bókasafni Hafnarfjarðar, Bókasafni Garðabæjar, Borgarbókasafni, Bókasafni Seltjarnarness og Bókasafni Mosfellsbæjar.
  • Ávallt skal framvísa lánþegaskírteini þegar safngögn eru fengin að láni.
  • Einstaklingar yngri en 18 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá skírteini endurgjaldslaust. Öryrkjar skulu framvísa örorkuskírteini.
  • Börn yngri en 12 ára þurfa skriflega ábyrgð foreldris eða forráðamanns. Ábyrgðareyðublöð má nálgast í afgreiðslu bókasafnsins.
  • Eingöngu er hægt að fá barnaefni lánað út á barnaskírteini.
  • Skírteinishafi (eða ábyrgðarmaður hans) getur einn fengið lánað safngögn á lánþegaskírteini sitt og ber hann ábyrgð á öllum safngögnum sem skráð eru á hans nafn.
  • Lánþegaskírteinið er hægt að nota á öllum aðildarsöfnum Landskerfis bókasafna en greiða þarf árgjald á hverju safni eða safnahópi fyrir sig.
  • Lánþega ber að tilkynna bókasafninu samstundis ef skírteini glatast. Gjald fyrir nýtt skírteini í stað glataðs er samkvæmt gjaldskrá.

Útlán og skil

  • Megnið af safnkosti Bókasafns Kópavogs er til almennra útlána. Auk hefðbundinna bóka lánar safnið út önnur safngögn á ýmsu formi, t.d. tímarit, mynddiska (dvd), hljóðbækur, borðspil og fleira.
  • Bækur, hljóðbækur og tímarit eru lánuð út í 30 daga í senn. Þó er nýjasta hefti tímarita að jafnaði ekki lánað út. Mynddiskar (DVD) eru til útáns í 7 daga. Raf- og hljóðbækur í Rafbókasafninu eru til útláns í 7, 14 eða 21 dag og hægt er að hafa fleiri en eina bók í einu og eins er hægt að setja inn frátektir á mörgum bókum í einu.
  • Öll útlán fara fram í gegnum sjálfsafgreiðsluvélar og lánþegar nota til þess fjögurra tölustafa leyninúmer (PIN) sem valið er hjá starfsfólki safnsins eða á leitir.is. Athugið að leyninúmerið er aðeins notað í sjálfsafgreiðsluvélar og er ekki það sama og lykilorðið sem notað er inn á Leitir.is og á Rafbókasafnið. 
  • Að hámarki má hafa 30 gögn í útláni hverju sinni. 
  • Hægt er að skila safngögnum í báðum útibúum Bókasafns Kópavogs, aðalsafni og Lindasafni eða á samstarfssöfnin Bókasafn Hafnarfjarðar og Bókasafn Garðabæjar. Raf- og hljóðbækur í Rafbókasafninu skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum.  Hægt er að skila fyrr.
  • Endurnýja má lán á safnefni einu sinni, á safninu, á leitir.is eða með símtali á bókasafnið. Hægt er að skrá sig inn á leitir.is með kennitölu og lykilorði eða með rafrænum skilríkjum. Áminning um skiladag er að jafnaði send til þeirra sem eru með netfang sitt skráð. Bent skal á að það er alfarið á ábyrgð lánþegans að safngögnum sé skilað á réttum tíma.

Sektir og glatað efni

  • Greiða skal dagsektir af safngögnum safnsins samkvæmt gjaldskrá. Dagsektir reiknast eftir lokunartíma safnsins á skiladegi viðkomandi safngagna. Engar sektir reiknast á raf- og hljóðbækur í Rafbókasafninu.
  • Það er allra hagur að vel sé farið með safngögn. Glatist eða skemmist safngagn í vörslu lánþega er það á hans ábyrgð og þarf hann að bæta fyrir það með samskonar efni eða greiða andvirði þess, auk dagsekta ef um þær er að ræða. Forráðamenn bera ábyrgð á þeim safngögnum sem börn fá að láni. Bókasafn Kópavogs ber ekki ábyrgð á skemmdum sem mynd- eða geisladiskar í eigu þess geta hugsanlega haft á afspilunartæki utan safnsins.

Aðfangastefna Bókasafns Kópavogs 2022

Nauðsynlegt er fyrir öll bókasöfn að setja fram stefnu um aðföng, þ.e. innkaup, viðhald og grisjun safnkosts.  

Stefnuna skal endurskoða árlega með tilliti til breytinga á fjármagni til innkaupa og þjónustu og gestum hverju sinni. 

Sendu inn innkaupatillögu

Ertu með tillögu hvað á að kaupa inn. Láttu okkur vita.

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað