Glíman við vatnið

Myndlistarsýning Öllu Plugari var opnuð fyrr í mánuðinum á aðalsafni Bókasafns Kópavogs.
Alla hefur verið búsett á Íslandi um árabil og íslensk náttúra varð til þess að hún hóf iðkun málaralistarinnar. Sérstaklega er það íslenska vatnið sem er henni hugleikið, en í verkum hennar má sjá ýmsar birtingarmyndir þess.
„Alla hefur verið einn af fastagestunum okkar um árabil og hefur áður verið með minni sýningar hjá okkur,“ segir Gréta Björg Ólafsdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs og einn af umsjónarmönnum sýningarsalarins. „Það er skemmtilegt þegar fólk sem hefur mikið verið hérna nýtir rýmið til þess að miðla því sem það er að gera. Það finnst okkur skipta máli, þessi tenging við samfélagið.“
Verkin sem Alla sýnir í Kópavogi eru öll nýlegar olíumyndir á striga. Landslag er viðfangsefni hennar, bæði í borg og sveit, en líka má finna á sýningunni uppstillingar og draumkenndar staðleysumyndir.
Sýningin, sem er sölusýning, er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Kópavogs og mun standa til 12. nóvember.
Þessi frétt birtist fyrst í Kópavogsblaðinu í október 2016.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

04
júl
11:00

Get together

Aðalsafn
07
júl
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
08
júl
09
júl
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
09
júl
15:00

Sumarsmiðjur á aðalsafni og Lindasafni

Aðalsafn & Lindasafn
11
júl
11:00

Get together

Aðalsafn
14
júl
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
15
júl
16
júl
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
16
júl
15:00

Sumarsmiðjur á aðalsafni og Lindasafni

Aðalsafn & Lindasafn
18
júl
11:00

Get together

Aðalsafn
21
júl
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað