Gleðin í hinu smáa

Listamaðurinn Guðbjörg Sigmundsdóttir, eða Gugga, opnaði einkasýningu á aðalsafni Bókasafns Kópavogs um miðjan janúar. 
Sýningin ber yfirskriftina Moss en þar gefur Gugga gaum að fegurðinni í hinu smáa í náttúru landsins. „Þessi titill er margræður,“ segir Gugga, „því hann getur bæði vísað í mosann og einnig í tengsl og samskipti á milli fólks.“
Guðbjörg hefur sterkar rætur í Kópavogi. Foreldrar hennar voru frumbyggjar í bænum og Guðbjörg býr og starfar í Kópavogi, en vinnustofa hennar er í Auðbrekku. Hún hefur lært myndlist bæði á Íslandi og í Bretlandi og hefur nú myndlistina að aðalstarfi.
Myndirnar á sýningunni eru nær allar unnar í ár og í fyrra. Guðbjörg segir að þegar hún hafi byrjað vinnuna fyrir sýninguna hafi hún hugsað um „náttúruna, þann ytri veruleika sem augað greinir, hina eilífu hreyfingu og lífið sjálft sem í því speglast.“
Myndir Guðbjargar eru því með sterkri tilvísun í náttúruna, en hún vinnur úr formum hennar abstrakt form sem kallast á við fyrirmyndina, án þess að vera nákvæm eftirmynd þess. „Ef þú vilt fá eitthvað nákvæmt, þá tekur þú ljósmynd,“ segir Gugga og kímir. Hún segist sækja innblástur í náttúru nærumhverfisins – hraunið við jaðar byggðarinnar og kríurnar sem þjóta um himininn.
Guðbjörg segist vera af norræna skólanum í myndlistinni, á Norðurlöndum sé landslag tengt við tilbeiðslu og dulúð. Nú á dögum séu landið og náttúran álitin okkar dýrustu djásn og þess vegna freistar Guðbjörg þess að stilla saman formum þeirra og litum. „Þessar myndir eru um gleði, kærleik, vináttu og náin tengsl,“ segir Guðbjörg.
Sýning Guðbjargar er sölusýning og mun standa til 13. febrúar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

12
mar
16:30

Myndgreining

Aðalsafn | 1. hæð
12
mar
17:00

Sjávarföll | höfundaheimsókn

Aðalsafn | 2. hæð
13
mar
14
mar
11:00

Get together

Aðalsafn
17
mar
12:00

Stólajóga

Aðalsafn
slökunarjóga
17
mar
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
17
mar
17:00

Hæglæti í hröðu samfélagi

Aðalsafn | 2. hæð
18
mar
18
mar
15:00

Spilaklúbbur | 13-17 ára

Aðalsafn | 3. hæð
18
mar
12:00

Qigong

Aðalsafn | Huldustofa
18
mar
17:00

Jóga nidra fyrir unglinga

Aðalsafn | Tilraunastofa

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað