2016 gjöfult á bókasafninu

Við áramót er horft yfir farinn veg og nú í janúar er Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, að gera upp nýliðið ár á safninu.
„Árið var viðburðaríkt hjá okkur og við tókum talsverða áhættu með breytingum á bæði innréttingum og afgreiðslutíma aðalsafns. Það er þess vegna léttir að skoða tölurnar og sjá það svart á hvítu hvað þær hafa gefið góða raun.“
Í apríl var aðalsafninu endurraðað og það í raun algjörlega endurhugsað. „Ef við horfum á allt árið fjölgaði gestum aðalsafns um 1%. En ef við lítum bara til tímans eftir breytingarnar og til ársloka og berum saman við sama tímabil í fyrra hefur gestum fjölgað um 4%. Svo þarna sjáum við greinilega fylgni,“ segir Lísa, en um 137 þúsund gestir komu á safnið og um 198 þúsund útlán fóru fram á árinu.
Lísa segir hluta gestafjöldans einnig skýrast af auknum fjölda viðburða á safninu sem dragi fólk að og kynni það fyrir bókasafninu. „Markmiðið okkar er að hingað komi fólk í einhverjum tilteknum erindagjörðum, kynnist þá safninu og kjósi að koma aftur.“
En það eru ekki bara fleiri gestir á safninu heldur eru þeir duglegri að nýta sér safnefnið en björtustu spár gerðu ráð fyrir, en útlánum aðalsafns fjölgaði um 3,5% eftir endurnýjun safnsins miðað við sama tíma í fyrra.
„Þróunin hjá almenningssöfnum víðast hvar í nágrannalöndum okkar er þannig að gestum fjölgar en útlánum fækkar. Bókasöfnin eflast sem samkomustaður og vettvangur ýmissa viðburða, en minni eftirspurn virðist vera eftir safnkostinum. Þetta er meðal annars af því að fleiri gestir kjósa að lesa blöð og bækur á staðnum en fara síður með efnið heim,“ segir Lísa. „Margir hafa litið á þessa þróun sem óhjákvæmilega og þess vegna kom það okkur ánægjulega á óvart að ekki bara fjölgar gestum okkar, heldur sjáum við sömuleiðis að útlánin eru á uppleið,“ bætir hún við
Lísa segir hluta skýringarinnar liggja í því að ný uppröðun á safninu geri safnkostinn sýnilegri og aðgengilegri. Þannig sé líklegra að gestir reki augun í eitthvað hnýsilegt.
„Svona tölur eru auðvitað mikil hvatning þegar við erum að skipuleggja árið 2017. Við ætlum bara að halda áfram á sömu braut og bjóða Kópavogsbúum upp á lifandi og metnaðarfull bókasöfn sem mæta þörfum þeirra í einu og öllu,“ segir Lísa. „Endilega sendið okkur hugmyndir!“

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
okt
21
okt
15
okt
15
okt
11:00

Get together

Aðalsafn
16
okt
16
okt
16:00

Hananú!

Aðalsafn
17
okt
10:00

Svefn ungra barna

Aðalsafn
17
okt
31
okt
08:00

Skrímslasmiðja

Aðalsafn
19
okt
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
21
okt
13:00

Sófaspjall

Aðalsafn
22
okt
22
okt
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað