Kellingar með klút

Sýningin Beðið eftir vori stendur til 12. apríl.
Inga Kristjánsdóttir var barnabókavörður á Bókasafni Kópavogs í aldarfjórðung áður en hún lét af störfum í fyrra. Inga er nú snúin aftur á safnið, en í öðru hlutverki, því nú í vikunni opnaði myndlistarsýning hennar Beðið eftir vori á aðalsafni bókasafnsins. Sýningin samanstendur af litríkum olíuverkum og veitir fyrirheit um bjartari daga.
„Það hefur verið sagt að ég sé svo litaglöð,“ segir Inga og brosir. „Það léttir manni að nota liti.“ Aðspurð um myndefni sýningarinnar segir hún: „Þetta eru mikið kerlingar með klút á hausnum. Það vill til að það fólk sem mér hefur þótt vænst um voru tvær gamlar konur sem gengu yfirleitt alltaf með skýluklút.“
Inga segir að það mikinn mun að hafa nú nægan tíma til að sinna myndlistinni „Þetta hefur verið málað að mestu núna í ár – þó er aðeins af eldri myndum. Ég hef aldrei áður getað málað bara út í eitt fyrr en núna eftir áramótin. Það kemur mikið betur út að geta haldið áfram svona sleitulaust frekar en að vera að hlaupa í þetta á margra daga eða vikna fresti.“ Hverri mynd fylgir lítill textabútur, hugleiðing sem Inga segir að hafi runnið fram mikið til samhliða því að myndin var máluð.
Inga hefur áður sýnt myndir sínar á safninu en hún hefur lagt stund á myndlist meðfram öðrum störfum nálega alla starfsævina. Hún hefur sótt fjölmörg námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og einnig hjá þeim Þuríði Sigurðardóttur og Hafsteini Austmann.
Sýningin Beðið eftir vori er sölusýning og stendur til 12. apríl.
Áður birt í Kópavogsblaðinu

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
júl
31
júl
06
ágú
07
ágú
12
ágú
17
ágú
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
13
ágú
14
ágú
20
ágú
20
ágú
13:00

Ævintýrasmiðja

Aðalsafn
21
ágú
21
ágú
13:00

Ævintýrasmiðja

Aðalsafn
22
ágú

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað