Bókasafn Kópavogs í Rafbókasafnið

Bókasafn Kópavogs hóf útlán raf og hljóðbóka í samvinnu við Landskerfi bókasafna í dag, 1. Júní.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, vígði rafbókasafnið í Kópavogi ásamt Lísu Zachrinson forstöðumanni Bókasafns Kópavogs. Með þessari nýjung geta notendur bókasafnanna nálgast fjölda raf- og hljóðbóka á auðveldari hátt en hingað til.
„Þetta er spennandi nýjung hjá Bókasafninu sem eflaust margir eiga eftir að nýta sér“ sagði Ármann við tækifærið. „Hér opnast til dæmis mikil tækifæri fyrir grunnskólanemendur í Kópavogi, sem fá spjaldtölvur í fimmta bekk.“
Auk Bókasafns Kópavogs hófu Bókasafn Garðabæjar og Bókasafn Hafnarfjarðar ásamt tíu öðrum almenningsbókasöfnum á landinu útlán raf- og hljóðbóka 1. júní.
Fyrst um sinn verður safnkostur einkum á ensku en vonir standa til að á þessu ári muni íslenskar raf- og hljóðbækur bætast í hópinn.
Borgarbókasafnið hóf rafbókaútlán í byrjun ársins og nú bættust fleiri almenningsbókasöfn við. Verkefnið hefur fengið heitið Rafbókasafnið og þjónustan er veitt í gegnum OverDrive rafbókaveituna.
Það eina sem fólk þarf til að nálgast efni er gilt lánþegaskírteini hjá Bókasafni Kópavogs eða áður töldum söfnum. Fjölmargir efnisflokkar standa lánþegum til boða, líkt og í hefðbundnu bókasafni. Þar er að finna skáldrit, ævisögur, rit almenns efnis, efni fyrir börn og margt fleira þannig að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Meginhluti efnisins er í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda.
Rafbækunar má lesa í flestum tækjum svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Auk þess er efnið jafnframt aðgengilegt í gegnum sérstakt app, OverDrive sem finna má í App Store og Play Store. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Bókasafns Kópavogs.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

10
maí
13:00

Tröllasmiðja

Aðalsafn | 1. hæð
10
maí
15:00

Töfraloftbelgurinn

Aðalsafn | 1. hæð
11
maí
13:00

Sungið fyrir dýrin

Aðalsafn
11
maí
16:00

Rauðhetta

Aðalsafn | 1. hæð
11
maí
11
maí
12:00

Sögustund | Börn lesa fyrir börn

Aðalsafn | 1. hæð
12
maí
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
13
maí
14
maí
16
maí
11:00

Get together

Aðalsafn
19
maí
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
20
maí

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað