Fjallasýn á Bókasafni Kópavogs

Málverkasýning Steinars Ársælssonar, Fjallasýn opnaði á Bókasafni Kópavogs 15. júní og stendur til 13. júlí.
Á sýningu Steinars má sjá akrýlverk af íslensku landslagi og er áherslan sérstaklega á hálendi, jökla og sjávarlandslag. Verkin eru unnin abstrakt með sterkum litbrigðum til að knýja fram innri tilfinningar málarans. Steinar er sjálflærður málari og hefur verið að mála í nokkur ár.
Á síðustu árum hefur Steinar lagt æ meiri vinnu í málun. Myndefnið var til að byrja með fyrst og fremst litlar myndir af íslensku hálendi og hrauni. Það voru að mestu leyti impressionísk verk þar sem íslenskri náttúru er lýst með dökkum litum. Landslagið var þá oftar með rætur í raunverulegri sýn málarans á íslenskra náttúru. Undanfarið hefur Steinar verið að vinna í abstrakt landslagsverkum. Er hann heillaður af grófum stílbrotum og eru sterkir litir meira í forgrunni í verkum hans.
Fjallasýn er fyrsta einkasýning Steinars.
Fréttin birtist áður í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
des
11:30

Mömmuskipti á Lindasafni

Lindasafn
13
des
13
des
13
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
20
des
20
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
21
des
22
des
11:00

Jólakósí á bókasafninu

Aðalsafn
27
des
03
jan
04
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
06
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner