Aldrei um seinan

Ævintýrin geta gerst á ólíklegustu stöðum.
Við Ármúla í Reykjavík er yfirlætislaus aðstaða sem hefur reynst mörgum öldruðum dýrmæt stoð í lífinu. Í Múlabæ sækja eldriborgarar félagsskap, þjálfun og þjónustu og þar geta jafnvel draumar ræst.
Kolbrún H. Lorange hafði aldrei sinnt málaralistinni fyrr en hún fór að sækja starfið í Múlabæ, en 71 árs gömul tók hún upp pensilinn. Kolbrún var þó enginn nýgæðingur þegar kom að listsköpun og alla tíð verið mikil handverkskona. Áður hafði hún sinnt útskurði, kortagerð, silkimálun og fleiru, sem nýttist henni vel þegar hún hóf dansinn við myndlistargyðjurnar. Auga fyrir hreyfingu, litum og formum gerði henni kleift að ná góðum tökum á málaralistinni á fáum árum. Nú er Kolbrún 78 ára gömul, nýlega flutt í Kópavoginn og hefur opnað sína fyrstu einkasýningu á Bókasafni Kópavogs í Hamraborg – sýningu sem hún hefur valið yfirskriftina Betra er seint en aldrei.
Á sýningunni má líta akrílmyndir af landslagi og dýrum, aðallega hestum og fuglum. Sýningin, sem stendur til 15. nóvember, er glaðleg og litrík áminning um það að það er aldrei um seinan að láta drauma sína rætast.
Sýningaraðstaðan á jarðhæð bókasafnsins er lifandi rými þar sem haldnar eru tólf myndlistarsýningar á ári. „Það er okkur mikilvægt að bókasafnið sé staður sem endurspeglar notendur þess,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður. „Okkur þykja þessar myndlistarsýningar því ómetanlegur þáttur í starfinu, því þar koma lánþegarnir okkar og deila hver með öðrum því sem þeir eru að skapa. Það er ótrúlega margt hæfileikafólk í bænum og gaman að geta gefið þeim rými.“ Lísa lætur þess einnig getið að nú sé verið að taka á móti umsóknum um sýningar árið 2018, en hægt er að sækja um á vef safnsins til 1. nóvember.
Fréttin birtist áður í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
des
11:30

Mömmuskipti á Lindasafni

Lindasafn
13
des
13
des
13
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
20
des
20
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
21
des
22
des
11:00

Jólakósí á bókasafninu

Aðalsafn
27
des
03
jan
04
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
06
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner