Aðgengi, sköpun, lýðræði

Í haust hittust forstöðumenn  almenningsbókasafnanna í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi til þess að endurnýja samstarfssamning safnanna til fjögurra ára.
Samstarfið hófst árið 2005 og hefur verið blómlegt síðan. Það var því gagnkvæmur vilji til þess að halda því áfram. „Þetta þýðir einfaldlega að við getum boðið lánþegum okkar betri þjónustu,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir á Bókasafni Kópavogs. „Í samkomulaginu felst að lánþegar safnanna mega nýta skírteini sín hjá báðum hinum samstarfssöfnunum. Þetta eru fimm starfsstöðvar í allt – ein í Hafnarfirði og tvær í bæði Kópavogi og Garðabæ. Því  hafa lánþegar aðgang að söfnum sem dreifast á stórt svæði og samanlögðum safnkosti allra bæjarfélaganna, en greiða árgjaldið bara á einum stað.“
Lísa segir forstöðumennina sammála um að almenningssöfnin hafi sjaldan eða aldrei haft mikilvægara hlutverki að gegna. „Ég hef starfað á bókasöfnunum síðan um aldamót og það hefur ótrúlega margt gerst á þeim tíma – kannski meira en gerðist í hundrað ár þar á undan,“ segir Lísa. „Hlutverk safnanna breytist og þróast á hverju ári. En þau eru samt alltaf jafnmikilvæg í svona litlu samfélagi. Þau eru ákveðin gátt inn í heim vísinda, lista og menningar og svo má ekki gleyma því að þau eru einn af útvörðum tungumálsins okkar. Eina leiðin til þess að íslenskan lifi af er gott aðgengi allra að lesmáli á íslensku.“
Bókasöfnin leggja sig sömuleiðis fram um að vera vettvangur þar sem fólk getur komið og spjallað saman. „Við höfum talað um að söfnin eigi að vera eins og heimili að heiman. Þau eru sameign okkar allra og þar viljum við að fólki líði vel,“ segir Lísa. „Það er upplagt að koma á söfnin og lesa blöðin, mæta á erindi eða fá ráðgjöf fyrir innflytjendur, en það er líka hægt að stunda hér skipulagða dagskrá, hvort sem það er jóga í hádeginu, hannyrða- eða bókmenntaklúbbur, foreldramorgnar eða heimanámsaðstoð. Söfnin bjóða upp á mismunandi dagskrá og þegar hún er lögð saman er eitthvað skemmtilegt að gerast á hverjum degi.“
Lísa segir sköpun nú leika vaxandi hlutverk á almenningssöfnum. Gestir safnanna eru ekki bara viðtakendur heldur einnig framleiðendur efnis. Þannig er lögð áhersla á að halda námskeið og bjóða upp á aðstöðu og efnivið, bæði fyrir börn og fullorðna. Hún segir  krefjist stöðugar símenntun starfsfólks og þar kemur samstarfið við nágrannasöfnin í góðar þarfir. Reglulega eru haldnir  fræðslufundir og fyrirlestrar um það sem efst er á baugi í faginu. „Svo er nú líka bara svo gaman að hittast,“ segir hún að lokum. „Það er nefnilega alveg óvenjulega skemmtilegt fólk sem vinnur á þessum söfnum!“
Fréttin birtist áður í Kópavogsblaðinu

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
jan
12:00

Slökunarjóga

Aðalsafn
slökunarjóga
21
jan
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
08:00

Ljóðaandrými

Beckmannstofa á aðalsafni
22
jan
22
jan
22
jan
17:00

Skáldin lesa

Aðalsafn
23
jan
19:30

Jane Austen klúbbur

Aðalsafn
24
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
25
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
25
jan
01
feb
11:00

Fataskiptimarkaður

Aðalsafn
25
jan
13:00

Reddingakaffi

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað