Könnunarleiðangur bókasafnsins

Starfsfólk Bókasafns Kópavogs er iðulega boðið og búið að aðstoða gesti safnsins – en um þessar mundir biðlar það til gestanna um að aðstoða sig.
„Við höfum undanfarin ár beðið gesti um að fylla út stutta könnun fyrir okkur. Það skiptir okkur miklu að heyra frá lánþegunum okkar og vita hvernig þeim finnst þjónustan, hvað þeim finnst gott og hvar þyrfti að gera betur,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. „Í fyrra spurðum við til dæmis um það hvernig breytingarnar hérna á aðalsafni hefðu komið út. Mikil ánægja mældist í könnuninni sem er okkur hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Nú hafa til dæmis nýlega farið fram breytingar á Lindasafni og framundan er endurskipulagning þriðju hæðar aðalsafns, þar sem við viljum búa til aðstöðu sem laðar að ungt fólk.“
Lísa segir fleira forvitnilegt hafa komið á daginn þegar niðurstöður könnunarinnar í fyrra voru skoðaðar. „Við fengum staðfest það sem við óttuðumst, að við náum ekki að þjónusta alla Kópavogsbúa jafn vel. Þeir sem svöruðu könnuninni voru flestir búsettir í póstnúmerum 200 og 201, en þar eru aðalsafn og Lindasafn. Fólk í efri byggðum bæjarins skilar sér ekki á söfnin, enda er um langan veg að fara á næsta bókasafn fyrir þá sem eru búsettir í Kórahverfi, á Vatnsenda eða í Salahverfi.“ Lísa segir að í nýju könnuninni verði lánþegar spurðir hvort þeim finnist þörf á nýju útibúi og hvar þar ætti þá að vera staðsett í bænum.
Lísa segir að það sé líf og fjör á safninu þessa dagana og á hverjum degi bætist nýir titlar í hillurnar. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins þegar maður vinnur í bókabransanum. Svo erum við að skipuleggja aðventudagskrána og það verður margt skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna.“
Hægt er að svara könnuninni á aðalsafni, Lindasafni eða að heiman, en hlekk á könnunina má finna bæði á vef safnsins og á Facebook-síðu þess. Könnunin stendur til 19. nóvember.
 
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
okt
21
okt
15
okt
15
okt
11:00

Get together

Aðalsafn
16
okt
16
okt
16:00

Hananú!

Aðalsafn
17
okt
10:00

Svefn ungra barna

Aðalsafn
17
okt
31
okt
08:00

Skrímslasmiðja

Aðalsafn
19
okt
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
21
okt
13:00

Sófaspjall

Aðalsafn
22
okt
22
okt
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað