Kallað eftir ljóðum

Föstudaginn næstkomandi, 8. desember, er skiladagur í samkeppnina árlegu um ljóðstaf Jóns úr Vör.
„Eitthvað er farið að berast af ljóðum,“ segir Arndís Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs, sem er ein þeirra sem heldur utan um framkvæmd keppninnar. „En megnið kemur alltaf á síðustu dögunum og það er alltaf spennandi að sjá hversu mikil þátttakan er.“
Keppnin er nú haldin í sextánda sinn, en Ljóðstafurinn hefur verið afhentur á fæðingardegi Jóns, 21. janúar, frá árinu 2002. Verðlaunin eru vegleg, 300 þúsund króna peningaverðlaun, auk verðlaunagrips til eignar. Að auki varðveitir vinningshafinn sömuleiðis farandgripinn Ljóðstaf Jóns úr Vör, sem var smíðaður úr göngustaf skáldsins. Peningaverðlaun eru sömuleiðis veitt fyrir 2. og 3. sætið.
„Við finnum það glöggt að þessi keppni skiptir máli. Þarna stíga fram skáld sem annars hefðu kannski ekki tekið til máls. Það er ákveðið frelsi fólgið í því að geta sent inn nafnlausan texta og vita að ekki kemst upp um skáldið nema það sé metið þess vert að fá verðlaun eða viðurkenningu.“
Arndís segir það gleðilegt hvað Kópavogsbær sinni ljóðlistinni með myndarlegum hætti. „Í bænum er haldin ljóðahátíð í kringum afhendinguna og þar er fjölbreytt dagskrá þar sem ætti að vera eitthvað fyrir alla.“ Ljóðahátíðin Dagar ljóðsins mun hefjast 13. janúar næstkomandi og standa til 21. janúar.
„Svo stendur nú yfir ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi, en verðlaunin í henni eru afhent um leið og Ljóðstafurinn er afhentur. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir nemendur að fá að prófa þann leik með tungumálið sem ljóðagerð býður þeim upp á og getur sömuleiðis verið þeim mikil hvatning að fá viðurkenningu fyrir þær tilraunir. Þetta er hluti af því að ala upp nýja kynslóð skálda.“
 
Áður birt í Kópavogsblaðinu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

10
sep
11
sep
14
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
16
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
17
sep
18
sep
18
sep
21
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
21
sep
21
sep
13:00

Vísindakakó

Aðalsafn
23
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
24
sep

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað