Buslað í flóðinu

Þessa dagana er háflóð í bókabransanum og er Bókasafn Kópavogs þar engin undantekning. Brynhildur Jónsdóttir er deildarstjóri þjónustu á aðalsafni og stendur í ströngu.
„Já, það er mikið af pöntunum hjá okkur á nýju bókunum. Við finnum á fólki að því finnst þetta mjög góð þjónusta, það er gott að geta pantað nýjustu bækurnar og svo kemur bara SMS þegar þær eru tilbúnar,“ segir Brynhildur. „Við reynum líka að stilla af innkaup á bókum miðað við pantanir. Við bætum við eintökum af vinsælustu bókunum jafnóðum, svo að biðlistarnir verði ekki allt of langir.“ Brynhildur segir engar takmarkanir á því hversu margar bækur megi panta, en innheimt er hóflegt þjónustugjald fyrir hverja pöntun. „Fólk þarf bara að passa upp á það sjálft að það berist ekki bunki af doðröntum allur í einu!“
Brynhildur segir að glæpasögurnar eftir vinsælustu höfundana séu alltaf mikið pantaðar, „Myrkrið veit eftir Arnald Indriðason ber höfuð og herðar yfir aðrar bækur í vinsældum og bækur Yrsu Sigurðardóttur, Gatið, og Ragnars Jónassonar, Mistur, eru einnig mjög eftirsóttar.“ Brynhildur segir sömuleiðis mikla eftirspurn eftir ævisögum. „Syndafallið eftir Mikael Torfason hefur orðið mjög vinsæl, og Þúsund kossar eftir Jón Gnarr er líka talsvert pöntuð hjá okkur, sem og Ekki gleyma mér eftir Kristínu Jóhannsdóttur. Svo er bókin Með lífið að veði eftir hina norður-kóresku Yeonmi Park ennþá vinsæl eftir að hafa slegið algjörlega í gegn fyrr í ár.“ Af skáldsögum öðrum en glæpasögunum nefnir Brynhildur helst Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og Sögu Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson.
Nýju bækurnar eru lánaðar í fjórtán daga nú á meðan eftirspurnin er hvað mest, en 1. apríl breytist lánstíminn í 30 daga að nýju.
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

27
apr
27
apr
30
apr
01
maí
02
maí
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
06
maí
11
maí
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
07
maí
08
maí
08
maí
14
maí
15
maí

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
1. maí
Lokað
fim-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
1. maí
Lokað
fim-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-Þri
8-18
1. maí
Lokað
fim-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-Þri
13-18
1. maí
Lokað
fim-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner