Heyrðu, snöggvast, Snati minn!

Á Bókasafni Kópavogs hefur nú hafið göngu sína nýtt verkefni, Lesið fyrir hunda. „Félagið Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, hefur verið með þessar lestrarstundir á ýmsum söfnum á höfuðborgarsvæðinu og nú hefur aðalsafn Bókasafns Kópavogs bæst við,“ segir Bylgja Júlíusdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs og umsjónarmaður verkefnisins á safninu.
Á Bókasafni Kópavogs hefur nú hafið göngu sína nýtt verkefni, Lesið fyrir hunda.
„Félagið Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, hefur verið með þessar lestrarstundir á ýmsum söfnum á höfuðborgarsvæðinu og nú hefur aðalsafn Bókasafns Kópavogs bæst við,“ segir Bylgja Júlíusdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs og umsjónarmaður verkefnisins á safninu.
„Þetta eru þjálfaðir hundar sem börnunum er boðið að lesa fyrir bók að eigin vali,“ segir Bylgja. „Það geta sex börn lesið í hvert skipti, en við bjóðum upp á þetta fyrsta laugardag í hverjum mánuði fram á vor.“ Næsta lestrarstund er því 3. febrúar kl. 11:30 og áhugasamir þurfa að skrá börnin fyrirfram.
Bylgja segir að fyrsta skiptið sem hundarnir mættu á safnið, nú í janúar, hafi tekist mjög vel. Það hafi verið augljóst að börnin nutu þess að lesa fyrir hundana og að hinir ferfættu áheyrendur hafi verið hvetjandi fyrir þau. Hundurinn gerir engar athugasemdir við lesturinn heldur liggur prúður og afslappaður og hlustar. Þannig upplifir lesandinn hvorki þrýsting né óþolinmæði af hálfu hlustandans og slakar á við lesturinn. „Þetta getur verið þýðingarmikil stund fyrir börn sem eru nýlega orðin læs eða eiga við lestrarörðugleika að stríða og veitt þeim aukið sjálfstraust.“ segir Bylgja. „Svo stóðu hundarnir sig líka stórkostlega vel, það verður eiginlega að taka það fram!“
En það er fleira á dagskrá á safninu á laugardaginn, því hinir síkátu Spilavinir hyggjast líta í heimsókn á Lindasafn milli 11:30 og 13:30. Úrval borðspila verður á staðnum og starfsfólk Spilavina mun leiðbeina áhugasömum þátttakendum.
„Það verður svo mikið um að vera hjá okkur á safnanótt, 2. febrúar, að það verður mjög gott að ná áttum á laugardeginum með borðspilum og upplestri,“ segir Bylgja og brosir.
 
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Friðrika Eik Z. Ragnarsdóttir er í fyrsta bekk í Kársnesskóla og las hátt og snjallt fyrir þennan vaska hvutta á bókasafninu

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
14
jan

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað