Foreldramorgnar á bókasafninu

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið er staðan í dagvistunarmálum þröng. Því eru óvenjulega margir foreldrar í Kópavogi heima með börnum sínum í fæðingarorlofi. Bókasafn Kópavogs ætlar að hefja göngu vikulegra foreldramorgna til þess að sinna þessum hópi betur.
„Það er erfitt að vera heima með litlu barni allan daginn,“ segir Gréta Björg Ólafsdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs. „Það skiptir máli að fara út og hitta fólk, bæði fyrir börnin og foreldrana. Okkur finnst líka mjög gaman að bjóða þennan hóp velkominn, það er gott að börnin komist snemma á bókabragðið!“
Fyrsti foreldramorguninn var á aðalsafni Bókasafns Kópavogs fimmtudaginn 15. febrúar. „Hún Ebba Guðný kom og talaði um fæðu fyrir yngstu börnin, sem var mjög spennandi.“ Gréta segir að stefnt sé að því að fá sérfróða fyrirlesara til þess að mæta á annað hvert erindi. „Við ætlum að fá umfjöllun um það helsta sem fólki finnst skipta mál þegar börnin eru smá. Svefninn, þroskinn, maturinn og uppeldið eru til dæmis viðfangsefni sem við erum spennt að fjalla um. Á fundunum þar sem ekki verða sérstakir fyrirlesarar verður hægt að spjalla, drekka kaffi og skoða barnabækur og leyfa börnunum að leika sér saman. Þá verðum við á safninu líka til viðtals um allt sem kemur lestraruppeldinu við.“
Gréta segir að foreldramorgnarnir verði vikulega út apríl og hver fundur standi í eina og hálfa klukkustund. „Við hvetjum fólk innilega til þess að mæta, það er gaman að hitta fólk og komast í tengsl við nærumhverfi sitt. Foreldramorgnarnir eru með Facebook-síðu þar sem er upplagt að fylgjast með því sem er á döfinni hjá okkur.“
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
júl
31
júl
06
ágú
07
ágú
12
ágú
17
ágú
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
13
ágú
14
ágú
20
ágú
20
ágú
13:00

Ævintýrasmiðja

Aðalsafn
21
ágú
21
ágú
13:00

Ævintýrasmiðja

Aðalsafn
22
ágú

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað