Spjallað um bókasafnið

Það vakti athygli í síðasta hefti Kópavogspóstsins að Bókasafn Kópavogs auglýsti þar eftir fulltrúum í nýtt notendaráð safnsins. Þetta vakti forvitni og því lá beint við að leita frekari upplýsinga hjá Lísu Z. Valdimarsdóttur, forstöðumanni bókasafnsins.
„Við höfum lagt áherslu á það hérna á safninu að Bókasafn Kópavogs sé eins og heimili að heiman,“ segir Lísa. „Með því á ég við að við viljum að fólki líði vel þegar það kemur hingað inn og upplifi afslöppun. Hér gerir umhverfið ekki kröfur til þín, það ætlast enginn til þess að þú kaupir neitt og þú mátt dvelja eins lengi og þú vilt í þægilegum aðstæðum. Bókasafnið er staður sem bæjarbúar eiga saman og við starfsfólk safnsins höfum lagt mikið upp úr því að hér sé aðlaðandi umhverfi.“ En nú segist Lísa vilja ganga lengra. „Til þess að ná þessu markmiði okkar finnst mér nauðsynlegt að fá fulltrúa bæjarbúa í þetta notendaráð. Við vonumst til þess að fá þverskurð bæjarbúa til að setjast niður með okkur tvisvar á ári og ræða um það hvað það er sem hinn venjulegi Kópavogsbúi vill nota bókasafnið sitt í.“
Lísa segir að þó að safnið sé þakklátt fyrir góða þátttöku í þjónustukönnun safnsins hafi hún viljað ganga lengra í samráðinu. „Það verður öðruvísi samtal þegar fólk situr saman yfir kaffibolla. Við vonumst til þess að fá fólk í þetta notendaráð sem hefur sterkar skoðanir á málefnum safnsins.“
Er hún þar með á höttunum eftir fastakúnnum? „Nei, ekki eingöngu,“ segir Lísa. „Það er ekki síður forvitnilegt að heyra frá fólki sem hefði áhuga á að nota safnið meira en það gerir. Við viljum vita hvernig við betum bætt þjónustuna og komið til móts við sem flesta. Við viljum fá fólk á ólíkum aldri sem talar ólík tungumál og býr í ólíkum hverfum bæjarins til þessa samtals.“
Fresturinn til þess að bjóða sig fram í notendaráð Bókasafns Kópavogs er til 20. febrúar.

Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
06
des
11:00

Get together

Aðalsafn
07
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
10
des
11
des
12
des
16:00

Aðventutónleikar TK

Aðalsafn
13
des
11:00

Get together

Aðalsafn
17
des
18
des
18
des
17:00

Nátttröllið Yrsa

Aðalsafn
19
des
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað