Afmæli Bókasafns Kópavogs 15. mars

Bókasafn Kópavogs fagnar 65 ára afmæli með kaffi og súkkulaði, 10% afsláttur úr safnbúðinni og bæjarstjórinn rifjar upp uppáhaldsbækurnar.
Bæjarstjóri rifjar upp uppáhaldsbækurnar
Bókasafn Kópavogs verður 65 ára fimmtudaginn 15.mars. Í tilefni dagsins mun Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, ræða uppáhaldsbarnabækurnar sínar, hvað var lesið fyrir hann barnungan og hvaða bækur hrifu hann sem ungan dreng og ungling á Amtsbókasafninu á Akureyri.
Að loknu spjalli Ármanns hefst leiðsögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur hönnuðar um sýninguna Áhrifavaldar æskunnar þar sem barnabókum síðustu 100 ára er stillt upp. Viðburðurinn hefst klukkan 12.15.
Um Bókasafn Kópavogs:
Bókasafn Kópavogs var stofnað þann 15. mars árið 1953 þegar Lestrarfélags Kópavogs hélt sinn fyrsta fund. Síðar breyttist það í Bókasafn Kópavogs. Lestrarfélagið var stofnað af bókelskum íbúum Kópavogs, sem þá var að byrja að byggjast. Þessi framtakssemi og þessi metnaður sem þá var sýndur hefur nú verið safninu leiðarljós í 65 ár.
Enn þykir okkur á safninu mikilvægt að tryggja aðgengi bæjarbúa að fróðleik og bókmenntum við allra hæfi, en ekki síður er nú mikilvægt að við getum boðið bæjarbúum upp á fjölbreytta viðburði og aðlaðandi aðstöðu hérna á safninu. Markmið okkar á Bókasafni Kópavogs er að safnið sé heimili að heiman; notalegur staður þar sem hægt er að slappa af, endurnærast og dveljast hluta af degi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
júl
31
júl
06
ágú
07
ágú
12
ágú
17
ágú
08:00

Bókamarkaður

Aðalsafn
13
ágú
14
ágú
20
ágú
20
ágú
13:00

Ævintýrasmiðja

Aðalsafn
21
ágú
21
ágú
13:00

Ævintýrasmiðja

Aðalsafn
22
ágú

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau-sun
Lokað