Allt sem tengist tilveru mannsins á nýjum stað

Fyrir skemmstu var látlaus athöfn haldin á Bókasafni Kópavogs þar sem brosandi konu var afhent viðurkenningarskjal. Viðstaddir spjölluðu, tókust í hendur, birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum og fóru svo hver í sína áttina. Skömmu síðar var eins og ekkert hefði átt sér stað.
En það er öðru nær – athöfnin var haldin til að fagna mikilvægu starfi sem skilur einmitt eftir sig djúp spor. Þarna var verið að veita Soumiu I Georgsdóttur viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs fyrir ráðgjöf sem hún veitir vikulega á Bókasafni Kópavogs. Soumia er fædd í Marokkó en hefur búið á Íslandi síðastliðin 18 ár. Hún talar íslensku, arabísku, ensku og frönsku og getur því liðsinnt mörgum sem búsettir eru í samfélaginu en hafa samt ekki náð fullum tökum á tungumálinu.
„Soumia hafði samband við okkur og bauðst til þess að vera með þessa ráðgjöf,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. „Ég varð mjög þakklát fyrir það, því við erum alltaf glöð þegar fólk úr samfélaginu kýs að nýta aðstöðuna hjá okkur fyrir verkefni eins og þetta. Soumia hefur verið frábær liðsauki og við finnum það vel að það er mikil þörf á ráðgjöfinni sem hún veitir.“ Lísa segir að ráðgjöfin sé mjög fjölbreytt. Stundum þarf fólk að fá upplýsingar um réttindi sín, aðrir vilja hjálp við samskipti við ýmsar stofnanir eða fjármálaráðgjöf.
Þegar ráðgjöf Soumiu hafði verið í boði í nokkra mánuði var ákveðið að útvíkka verkefnið enn frekar og finna ráðgjafa sem gæti liðsinnt pólskumælandi íbúum. Donata H. Bukowska, grunnskólakennari, er ráðgjafi í málefnum barna af erlendum uppruna í grunnskólum Kópavogs og býður nú upp á vikulega viðtalstíma. „Ég tala íslensku, ensku og pólsku. Þó að ég hvetji Pólverja sérstaklega til þess að koma eru aðrir því líka velkomnir, ef þeir komast ekki þegar Soumia er með sína viðtalstíma.“ Hún segist sérhæfð í málefnum barna og foreldra. „En ég get hjálpað til með allt sem tengist tilveru mannsins á nýjum stað. Ég veit auðvitað ekki allt, en ef ég veit ekki svarið get ég fundið einhvern sem veit það.“
Ráðgjöfin
Ráðgjöf Soumiu (á íslensku, arabísku, ensku og frönsku): Alla þriðjudaga kl. 13-16.
Ráðgjöf Donötu (á íslensku, ensku og pólsku): Alla föstudaga kl. 12-14:30
Ráðgjöfin fer fram á 2. hæð aðalsafns Bókasafns Kópavogs. Ekki þarf að panta tíma fyrirfram, tímarnir eru ókeypis og fullum trúnaði er heitið.
Áður birt í Kópavogsblaðinu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

23
nóv
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
23
nóv
13:00

Könglar og kósý

Lindasafn
25
nóv
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
26
nóv
26
nóv
11:00

Get together

Aðalsafn
27
nóv
27
nóv
28
nóv
10:00

Stjúptengsl

Aðalsafn
28
nóv
12:15

Hádegisjazz FÍH

Aðalsafn
28
nóv
18:00

Heimstónlist

Aðalsafn
28
nóv
17:00

Venesúelsk hátíð

Aðalsafn
28
nóv
18:00

Venesúelsk matargerð

Aðalsafn

Sjá meira

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað