Ævar og ofurhetjurnar

2. apríl er alþjóðlegur dagur barnabókarinnar, en honum er fagnað á fæðingardegi sagnameistarans H.C. Andersen. Í ár ber þann dag upp á annan páskadag, svo hátíðahöldin dreifast á dagana í kring. Á Bókasafni Kópavogs verður þungi hátíðahaldanna á fjölskyldustund í Lindasafni 7. apríl.
„Ævar Þór Benediktsson kemur og les úr óútkominni bók, sem er alveg sérstaklega spennandi“ segir Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Lindasafns. „Heimsóknir Ævars til okkar eru alltaf mjög skemmtilegar og líka alltaf vel sóttar!“ Bókin sem Ævar les úr heitir Bernskubrek Ævars vísindamanns: Ofurhetjuvíddin. Bókin er sú fjórða í flokknum um hinn unga Ævar vísindamann, sem komst greinilega í margvíslegt klandur á sínum yngri árum. Má þar nefna viðskipti hans við risaeðlur, vélmenni og geimverur. Nýja bókin mun fjalla um það þegar Ævar álpast yfir í aðra vídd þar sem allir eru gæddir ofurkröftum. Þetta er áhugaverð lífsreynsla, en líka ansi skelfileg, því Ævar er þá sá eini í veröldinni sem ekki býr yfir undramætti af neinum toga.
„Allir grunnskólakrakkar á landinu verða nýbúnir að hlusta á glænýja sögu eftir Ævar til að halda upp á dag barnabókarinnar, en saga eftir hann verður lesin um land allt 5. apríl. Svo það ættu allir að vera í hátíðarskapi þegar kemur að fjölskyldustundinni,“ segir Sigrún.
Sigrún segir barnastarf vera í hávegum haft á Bókasafni Kópavogs alla daga ársins. „Við erum með mikla skipulagða dagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra og leggjum að auki mikla áherslu á að börn og unglingar hafi góða aðstöðu á söfnunum. Þau eru lesendur framtíðarinnar og við leggjum okkur fram um að kenna þeim að bækur og bókasafnið séu hluti af tilverunni.“
 
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

03
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
04
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
06
jan
17:00

Þrettándatónleikar

Aðalsafn
07
jan
07
jan
20:00

Haltu mér - slepptu mér

Aðalsafn
08
jan
09
jan
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
10
jan
11:00

Get together

Aðalsafn
11
jan
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
11
jan
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
14
jan

Sjá meira

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán
8-18
24. des-26. des
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán
13-18
24. des-26. des
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað