Vorið vaknar í Kópavogi

Það er vor í lofti og gróðurinn er farinn að undirbúa laufskrúð sumarsins. 
Á Bókasafni Kópavogs stendur nú yfir erindaröð um gróður og garðyrkju sem fer vel af stað.
Bylgja Júlíusdóttir, deildarstjóri viðburða á Bókasafni Kópavogs, segir fyrstu fyrirlestrana hafa verið mjög vel sótta. „Það er mikill áhugi á garðyrkju núna,“ segir hún. „Margir eru með kryddjurtir í eldhúsglugganum, aðrir hafa stungið upp kartöflugarð og svo eru auðvitað allsstaðar limgerði sem þarf að snyrta.“
Erindin eru á aðalsafni Bókasafni Kópavogs á fimmtudögum kl. 17:00. Í fyrsta erindinu, 5. apríl, fjallaði garðyrkjufræðingurinn Steinn Kárason um sáningu og ræktun krydd- og matjurta. 12. apríl fjallaði Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur, um uppeldi, ræktun og umhirðu sumarblóma og 26. apríl snýr Steinn Kárason aftur til að fjalla um trjá- og runnaklippingar. Síðasta erindið er 3. maí og þá mætir garðyrkjumaðurinn Hafsteinn Hafliðason til að ræða um pottaplöntur og umpottun þeirra. Á öllum erindunum gefst tími til spjalls og fyrirspurna.
„Þessu hefur verið mjög vel tekið,“ segir Bylgja, en þetta er önnur erindaröð ársins á Bókasafni 2018, þar sem vinsæl erindi um barnabókmenntir voru haldin í febrúarmánuði. „Það er bara allt í blóma!“ segir Bylgja.
En starfsfólki Bókasafnins er ekki síður annt um að stuðla að annars konar vexti – nánar tiltekið vaxandi bókaormum. „Við erum núna að undirbúa dagskrá sumarsins og þar á meðal er hinn árlegi sumarlestur sem hefur göngu sína undir lok maímánaðar. Það er nokkuð sem okkur finnst skipta mjög miklu máli í starfinu hjá okkur, að þjónusta grunnskólabörn þegar skólasöfnin eru lokuð og hjálpa þeim að viðhalda færni yfir sumarmánuðina,“ segir Bylgja.
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

19
sep
11:00

Get together

Aðalsafn
19
sep
20
sep
11:00

Fjölskyldustund

Aðalsafn | 1. hæð
20
sep
11:30

Tala og spila

Aðalsafn
22
sep
12:00

Geðræktarvika | Stólajóga

Aðalsafn | Huldustofa 3. hæð
22
sep
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
23
sep
23
sep
17:00

Geðræktarvika | Bætt andleg og líkamleg heilsa

Aðalsafn | ljóðahorn 2. hæð
24
sep
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Aðalsafn | handavinnuhorn
24
sep
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Aðalsafn | Huldustofa
24
sep
17:00

Geðræktarvika | Hláturjóga

Aðalsafn | 2. hæð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-mið
8-18
11. sept
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
11. sept
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
11. sept
Lokað
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
11. sept
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað