Sumarlestur – lestur er bestur

Bókasafn Kópavogs stendur fyrir átaki í lestri fyrir 5-12 ára börn í sumar líkt og undanfarin sumur. 
Sumarlesturinn 2018 hefst formlega laugardaginn 26. maí en hægt er að skrá sig strax á vef safnsins, bokasafn.kopavogur.is. Flestir ættu að kannast við sumarlesturinn enda fengu nemendur í 1.–6. bekk og útskriftarnemendur leikskólanna afhentar lestrardagbækur í skólanum að sögn Grétu Bjargar Ólafsdóttur, deildarstjóra barnastarfs. Sú nýbreytni verður í ár að eingöngu er hægt að skrá sig í sumarlesturinn á vefnum, en þeir sem koma á safnið geta skráð sig í tölvu þar. Vikulega verður dregið úr happamiðapotti en til að komast í pottinn þarf að ljúka lestri á þremur bókum sem skráðar eru í lestrardagbókina. „Við vonum að með sumarlestrinum hjálpum við börnum að halda við þeirri leikni sem þau hafa náð í skólanum í vetur og að þau kynnist líka nýjum og spennandi bókum en það er nóg til af þeim á Bókasafni Kópavogs,“ segir Gréta Björg. Eintök af lestrardagbókinni munu liggja frammi í afgreiðslu Lindasafns og aðalsafns í Hamraborg og foreldrar, ömmur og afar hvattir til að benda börnum á þennan frábæra möguleika á að viðhalda lestrarfærni og efla hana í sumarfríinu. Sumarlestrinum lýkur með uppskeruhátíð föstudaginn 17. ágúst en dagskrá hennar verður auglýst síðar.
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

12
maí
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
13
maí
14
maí
16
maí
11:00

Get together

Aðalsafn
19
maí
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
20
maí
21
maí
21
maí
17:00

Sumarlestursgleði

Aðalsafn | 1. hæð
22
maí
18:00

Konukvöld | Draumráðningar

Aðalsafn | 2. hæð
22
maí
17:00

Konukvöld | Blush

Aðalsafn | 2. hæð
23
maí
11:00

Get together

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað