Ungum rithöfundum boðið á stefnumót

Á Bókasafni Kópavogs verður nú í sumar haldið námskeið fyrir upprennandi rithöfunda í þriðja sinn.
„Okkur finnst þetta mikilvægt,“ segir Gréta Björg Ólafsdóttir, deildarstjóri barnastarfs á safninu. „Krakkar sem lesa mikið finna oft hvötina til þess að skapa líka og þegar þau skrifa mikið lesa þau líka meira. Þannig verða skriftirnar að lestrarhvatningu. Við erum alltaf meðvituð um það hérna á safninu að við þurfum að hlúa að lesendum framtíðarinnar og ekki síður að höfundum framtíðarinnar, en bókasöfnin þurfa hvort tveggja til að blómstra.“
Gréta segir fyrirkomulag námskeiðanna hafa verið eins frá upphafi. Hópurinn rannsakar saman hvernig bók verður til, allt frá því að hugmynd er hent á lofti og þar til hún rennur út úr prentsmiðjunni. Börnin fá einn rithöfund á dag í heimsókn til sín og ræða við hann um sköpunarferlið. Einnig fara þau í vettvangsferðir, til dæmis í prentsmiðjur og til bókaútgefenda, þar sem í ljós kemur allt sem þarf að hafa í huga þegar bók verður til.
„Þau fá spjaldtölvur hjá okkur sem þau geta notað til þess að búa til sínar eigin sögur. Við vinnum með þeim verkefni um persónusköpun og söguþráð sem þau nýta svo í sína eigin sagnagerð,“ segir Gréta. „Svo tölum við líka mikið um bækur – hvað eru þau að lesa sem er skemmtilegt og hvernig geta þau sem höfundar farið að því að endurskapa skemmtilegheitin? Í lok námskeiðsins skráir svo hópurinn í sameiningu niður öll heilræðin sem krakkarnir hafa safnað.“
Námskeiðið er haldið síðustu vikuna í sumarleyfinu, 13.-17. ágúst, og verður milli eitt og fjögur alla dagana. Höfundarnir sem líta í heimsókn í ár eru Gunnar Theódór Eggertsson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Gunnar Helgason, Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell. „Við höfum reynt að velja höfunda sem krakkarnir þekkja vel og við vitum að eru viðræðugóðir og skemmtilegir,“ segir Gréta. „Og þó að ég sé fullorðin verð ég að játa að mér finnst þetta ein skemmtilegasta vika ársins á bókasafninu!“

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
10
sep
11
sep
14
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
16
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
17
sep
18
sep
18
sep
21
sep
11:00

Tala og spila

Aðalsafn
21
sep
23
sep
13:00

Sófaspjall um andleg mál

Aðalsafn
24
sep

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað