Barnafjör á bókasafninu

Á sama tíma og sumarlesturinn á Bókasafni Kópavogs stendur sem hæst er líf og fjör í barnadeild safnsins.
Þau sumur eru greinilega liðin þegar eina lífsmarkið á bókasöfnunum var dans rykkornanna við sólargeislana, enda hafa sólargeislarnir ekki verið margir það sem af er sumri!
Hópar frá leikja- og sumarnámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu öllu hafa verið duglegir að nýta sér Bókasafn Kópavogs í rigningunni undanfarnar vikur. Í maí og júní hafa yfir 1.500 börn komið í heimsókn á aðalsafn og Lindasafn. „Það hafa verið heimsóknir nánast hvern dag eftir að skólunum lauk og virkilega gaman að fá börnin til okkar. Mörg hver hafa komið áður, en við nýtum samt þessar heimsóknir og kennum börnunum í leiðinni hvernig á að umgangast bækur og finna þær á safninu,“ segir Gréta Björg Ólafsdóttir, deildarstjóri barnastarfs á Bókasafni Kópavogs. Börnin eru hæstánægð með heimsóknirnar á safnið, en öll vilja þau einnig prófa ærslabelginn á útivistarsvæði Menningarhúsanna og hefur verið þéttsetið þar frá því hann var settur upp.
„Við prófuðum að bjóða upp á sögustundir fyrir leikskólahópa tvisvar í viku á Lindasafni í júní þrátt fyrir að formleg dagskrá væri komin í sumarfrí. Þær mældust mjög vel fyrir, leikskólahópum þykir gott að geta farið í göngutúr í nágrenninu,“ segir Gréta.
Bókasafnið þakkar öllum hópum sem komið hafa á safnið undanfarið fyrir komuna og býður alla, sem áhuga hafa að koma í heimsókn og skoða safnið, velkomna. Áætlað er að heimsóknir taki um 30-40 mínútur og góð regla er að hafa samband fyrirfram og bóka hópinn svo hægt sé að forðast árekstra.

Börn frá frístundaheimilinu Kastala í Grafarvogi.
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

29
nóv
29
nóv
29
nóv
12:15

Leslyndi með Guðrúnu Evu

Aðalsafn
30
nóv
10:00

Matvendni barna

Aðalsafn
30
nóv
02
des
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn
02
des
02
des
06
des
06
des
20:00

Krimmakviss í Kópavogi

27 Mathús & bar. Víkurhvarfi 1
07
des
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
13
des

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner