Nýr verkefnastjóri fræðslu og miðlunar á Bókasafni Kópavogs

Friðrik Agni Árnason hefur verið ráðinn verkefnastjóri fræðslu og miðlunar á Bókasafni Kópavogs.
Friðrik hefur undanfarið ár verið verkefnastjóri á Listahátíð í Reykjavík og haldið þar utan um fjölmörg verkefni þvert á samfélagshópa, þ.m.t. innflytjendur, ungmenni, börn og fjölskyldur. Áður vann hann sem verkefnastjóri menningardeildar Hins hússins og skipulagði þar, m.a. Unglist listahátíð ungs fólks og Músíktilraunir. Hann hefur komið víða við, um tíma vann hann sem listrænn stjórnandi hjá West L.A. Boutique í Dubai og hefur verið faglegur ráðgjafi og listrænn stjórnandi verkefna í Mílanó og Stokkhólmi auk Íslands. Friðrik stofnaði Dans og Kúltúr árið 2017 og er framkvæmdastjóri þess.
Friðrik er með M.A.-próf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og B.A.-próf í listrænni stjórnun frá IED á Ítalíu.
Verkefnastjóri fræðslu og miðlunar mun hafa umsjón með fræðslu fyrir börn og ungmenni og stýra fræðsluteymi safnsins. Hann tekur þátt í fjölmenningarverkefnum, situr í fjölmenningarteymi og er tengiliður safnsins við verkefnastjóra kynningar- og fræðslumála hjá Menningarhúsunum í Kópavogi. Verkefnastjóri mun auk þess taka þátt í markaðs- og kynningarstarfi safnsins og sjá um tengsl safnsins við fjölmiðla.
Starfið var auglýst í júlí og voru umsækjendur 48. Friðrik var metinn hæfastur til að gegna starfinu með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru til þess samkvæmt starfslýsingu og auglýsingu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

11
maí
13:00

Sungið fyrir dýrin

Aðalsafn
11
maí
16:00

Rauðhetta

Aðalsafn | 1. hæð
11
maí
11
maí
12:00

Sögustund | Börn lesa fyrir börn

Aðalsafn | 1. hæð
12
maí
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
13
maí
14
maí
16
maí
11:00

Get together

Aðalsafn
19
maí
14:00

Bróderíklúbburinn

Lindasafn
20
maí
21
maí
21
maí
17:00

Sumarlestursgleði

Aðalsafn | 1. hæð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-fös
8-18
lau-sun 11. maí
11-17

Lindasafn

mán-fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað