Jólabókaflóðið á Bókasafni Kópavogs

Brynhildur Jónsdóttir deildarstjóri þjónustu á Bókasafni Kópavogs og Gréta Björg Ólafsdóttir deildarstjóri barnastarfs sátu undir svörum og hafa þetta að segja um jólabókaflóðið í ár.
Áhugaverð bók – með hverju mælir þú?
Myndi mæla með íslensku höfundunum eins og Arnaldi Indriða, Yrsu Sigurðardóttur og Ragnari Jónassyni. Öll gáfu þau út ný verk fyrir jólin. Arnaldur með Stúlkan hjá brúnni, Yrsa gaf út Brúðuna og Ragnar gaf út Þorpið. – Gréta
Ungfrú Ísland eftir Auði Övu og Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason, alveg tvímælalaust áhugaverðast í ár að mínu mati en myndi einnig mæla með nýju bókinni hans Arnalds, Stúlkan hjá brúnni og eins hennar Yrsu, Brúðunni fyrir léttari lestur. – Brynhildur
 
Hvað finnst þér vera vinsælast í útláni á bókasafninu?
Ef ég tala um barnabækur þá eru þær í stöðugu útláni og erfitt að sjá hvað er vinsælast og við þurfum að eiga mörg eintök af öllu. En ef það ætti að draga eitthvað af því vinsælasta fram í barnabókunum þá er það Nærbuxnaverksmiðjan eftir Arndísi Þórarinsdóttur, Siggi Sítróna eftir Gunnar Helgason, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Benediktsson og Fía Sól eftir Kristínu Helgu. – Gréta
Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur og ævisagan Henny Hermanns eftir Margréti Blöndal eru afskaplega vinsælar og er langur biðlisti fyrir þessar tvær bækur hér á safninu. – Brynhildur
 
Hvað ertu að lesa núna?
Sigga Sítrónu. – Gréta
Hljóðin í nóttinni sem er ævisaga Bjargar Guðrúnar Gísladóttur og kom út 2014. – Brynhildur
 
Hvað ætlar þú að lesa um jólin?
Stúlkuna hjá brúnni, Brúðuna og Þorpið. – Gréta
Ég ætla að lesa Krýsuvík eftir Stefán Mána og/eða Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason. Ég er eiginlega að vonast til að fá aðra hvora þeirra í jólapakkann ef ekki báðar! – Brynhildur

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

23
apr
24
apr
24
apr
12
maí
25
apr
25
apr
25
apr
27
apr
27
apr
30
apr
01
maí
02
maí
15:00

Lesið á milli línanna

Aðalsafn
04
maí
11:30

Lesið fyrir hunda

Aðalsafn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Sumardagurinn fyrsti
11-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Sumardagurinn fyrsti
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað

Aðalsafn

mán-mið
8-18
Sumardagurinn fyrsti
11-19
fös
8-18
lau
11-17
sun
Lokað

Lindasafn

mán-mið
13-18
Sumardagurinn fyrsti
Lokað
fös
13-18
lau
11-15
sun
Lokað
Consent Management Platform by Real Cookie Banner